laugardagur, september 25, 2004

The Tiger

Horfði á svo fallega mynd í gær. The Dangerous Lives Of Altar Boys sem fjallar í stuttu máli um vináttu tveggja stráka (Tim og Francis) sem ganga í kaþólskan skóla og þeim er ekki sérstaklega vel við nunnukennarann sinn (leikin af Jodie Foster) sem er,til gamans má geta, með staurfót. Einn daginn gerir hún smáræði á þeirra hlut og þeir ákveða að hefna sín "aðeins" á henni og á það eftir að breyta lífi þeirra svo um munar. Inn í þetta blandast svo stelpa (Margie) sem býr yfir hræðilegu leyndarmáli sem er erfitt fyrir Francis að kyngja (hann er skotinn í henni). Margie kemur líka aðeins upp á milli þeirra vinanna því Francis fer að eyða meiri tíma með henni sem tekur aðeins á Tim (þetta stutta mál er að verða lengra en ég ætlaði mér) og já þetta var bara mjög góð mynd. Keypti hana á 70 danskar krónur svo er frekar sátt við þau kaup. Til að toppa fegurðina (hljóma eilítið væmin núna en svona er þetta bara) þá var ljóð í myndinni sem gekk eins og rauður þráður í gegnum hana (held að þetta sé orðatiltæki) og ætla ég að birta það hér að lokum því það er svo fallegt (það má með sanni segja að orðið "fallegt" er í hávegum haft í þessum pistli). En nú er ég farin að lesa moggann sem mamma var að senda mér og gæða mér á íslenskum harðfisk.


The Tiger

Tiger, tiger, burning bright
In the forests of the night,
What immortal hand or eye
Could frame thy fearful symmetry?

In what distant deeps or skies
Burnt the fire of thine eyes?
On what wings dare he aspire?
What the hand dare seize the fire?

And what shoulder and what art
Could twist the sinews of thy heart?
And when thy heart began to beat,
What dread hand and what dread feet?

What the hammer? what the chain?
In what furnace was thy brain?
What the anvil? What dread grasp
Dare its deadly terrors clasp?

When the stars threw down their spears,
And water'd heaven with their tears,
Did He smile His work to see?
Did He who made the lamb make thee?

Tiger, tiger, burning brigth
In the forests of the night,
What immortal hand or eye
Dare frame thy fearful symmetry?

William Blake

miðvikudagur, september 22, 2004

True Colors

Það er bara eitthvað við hana Cindy Lauper. Hún er svo æðisleg. Enda hoppuðum við Gígja hæð okkar á loft í dag þegar við sáum einhvern best of disk með henni á Köbmagergade (eða var það hliðargata(er alveg rugluð í þessum götum í kringum strikið(veit aldrei í hvaða átt ég er að fara(eins gott að Gigja hin áttvísa er mestmegnis með mér í för)))). Nú er ég að hlusta á "True Colors" aftur og aftur. Svo fallegt. Fæ aldrei nóg. Er nú búin að skipta yfir á "Girls Just Want To Have Fun" (Til gamans má geta þess að ég keypti einmitt DVD mynd með því nafni í síðustu bæjarferð sem skartar ekki ófrægari manneskju en henni Sarah Jessica Parker (ohhh hún Carrie(svo æðisleg)) ætti því kannski að horfa á hana í kvöld svona mér til gamans og upplyftingar(og þar sem ég er nú byrjuð að geta þá má einnig, ykkur til fróðleiks og gleði, geta þess að hún Sarah Jessica Parker fékk nýliðin sunnudag Emmy verðlaun fyrir frammistöðu sína sem Carrie í lokaseríu Beðmála (sniff) enda eru þetta bestu þættir sem gerðir hafa verið(svo ég hamri enn eina ferðina á því))). Komin úr sviganum stóra svo held ég hætti að tjá mig í bili. Svo erfitt að gera margt í einu. Þarf að tengja nýja símann og skoða allt fagra dótið sem ég keypti í bæjarferðinni í dag. Og auðvitað dilla mér við hana Lauper.

laugardagur, september 18, 2004

TDC

Laugardagskvöld gengið í garð og er Sara að fara að læra. Nei. Sara er að fara á TDC (Tour De Cousine) á kolleginu sínu. Það er sveitaþema og því er Sara komin með slöngulokka í hárið og er að verða reiðubúin í slaginn. Tilgangurinn með þessu öllu saman er að hrista saman krakkana á kolleginu. Það verður án efa e-ð vín innifalið í öllu þessu en Sara er orðin frekar ónýt af allri þessari drykkju. Rauðvínskvöld og fimmtudagskvöld á Kampsax barnum eru ekki að gera góða hluti fyrir hana. Hún er að venju þreyttari en elgur og þráir ekkert meira en góðan svefn (sem virðist frekar vandfundinn þessa dagana). En TDC kallar (*andvarp*) svo ætli hún fari ekki að tygja sig á enn eitt kvöldið sem endar ábyggilega með drykkju hér í Lyngby, þeim mikla skólabæ. Sara kveður að sinni en þó með trega.

fimmtudagur, september 16, 2004

Við erum við

Þreyttari en elgur (e. moose) er setning sem ég nota óspart þessa dagana. Get ekki sofnað, get ekki vaknað...er bara föst í andvökuvítahring. Er því að fara að leggja mig rétt bráðum. Get ekki beðið.
Þess má til gamans geta að ég var í fyrsta skipti núna að uppgötva hinn stórskemmtilega vef Tónlist.is. Keypti mér inneign þar og er búin að ná í hin ýmsu lög (reyndar voru ekki til öll lögin sem mig langaði í þá stundina (var búin að skrá samviskusamlega hjá mér í bókina mína hvaða íslensku lög mig langaði í en það er ekki á allt kosið í þessu lífi)). Lögin sem ég náði í verða ekki útlistuð frekar í þessum pistli (sökum þess að álit lesanda á mér gæti fokið út um gluggann) en þó er eitt lag sem ég skal fúslega viðurkenna að ég náði í því ég hef hlustað á það óspart síðan ég náði í það. Lagið er "Við erum við" í flutningi Stefáns Hilmars og Hendrikku Waage (veit ekki hver það er) og í tilefni þess hve skemmtilegt lagið er (að mínu mati)(er einmitt að hlusta á það núna) ætla ég að birta textann við lagið ykkur til upplyftingar. Þó ber að taka þennan texta með varúð því hann er skráður niður af undirritaðri og gætu því verið e-r gallar á honum því undirrituð (ég) á það til að rugla lagatextum.

Við erum við

Við erum viðbjóðslega grúví

Við erum svakalegt par
Og þú ert þúsund sinnum betri
En hinar stelpurnar.
Við erum við
Sperrt því við munum aldrei verða fyrir bíl
Og aldrei verða fyrir því.

Við erum iðusamapakkið

Við erum smart þú og ég
Við erum stórkostlega lekker
Við erum stórkostuleg

Við erum röð

Við erum obbo obbo obboslega töð
Við erum æðisæðisleg.

Við erum óskaplega flott og nett

Við erum óstjórnlega pott og þétt

Og þú ert ó ó ógeðslega sæt

Og ég er ó ó ótrúlegur

Við erum við á hverjum degi

Við erum aldrei upptekin
Af öðru fólki en okkur sjálfum
Við erum heltekin

Og þú ert fær
Og þú ert hetja
Þú ert Hiroshimamær
Og reiðubúið er mitt tól

Við erum óskaplega flott og nett

Við erum óstjórnlega pott og þétt
Og þú ert ó ó ógeðslega sæt
Og ég er ó ó ótrúlegur

Við erum óskaplega flott og nett

Við erum óstjórnlega pott og þétt
Og þú ert ó ó ógeðslega sæt
Og ég er ó ó ótrúlegur

Við erum óskaplega flott og nett

Við erum óstjórnlega pott og þétt
Og þú ert ó ó ógeðslega sæt
Og ég er ó ó ótrúlegur

Lalalalalalalalalalalalalalala...

...Orðið "iðusamapakkið" má sérstaklega taka með varúð (skil ekki mikið hvað þessi Hendrikka Waage segir (með fullri virðingu fyrir henni)) .


mánudagur, september 13, 2004

Linkar framleiddir villt og galið

Kominn tími á smá blogg finnst mér a.m.k. Helgin sem er því miður á enda komin er búin að vera með eindæmum nördaleg hjá mér. Hékk mestmegnis í tölvunni og setti linka á þessa nýju síðu mína. Fyrst hélt ég að það væri ekki hægt en eftir smá höfuðlagningu í bleyti þá fann mín út úr þessu og þá var ekki aftur snúið. Þar af leiðir er ég búin að sitja fyrir framan tölvuna nær alla helgina og linka villt og galið milli þess sem ég horfi á Sex And The City. Ég er einnig búin að breytast í (enn meiri) SATC fanatic en ég nokkru sinni var hér úti. Horfði t.d. á alla 3. seríu í gær og hélt líka að hausinn myndi springa. Of mikið af Beðmálunum svona á einni kvöldstund (þó er nú varla hægt að fá nóg af þessu). Svo til að toppa áráttu mína á þessum þáttum þá fór ég á þann fína vef amazon mér til dundurs...og endaði svo á því að panta allar seríurnar á DVD í e-m voða fínum skókassa (þetta að hafa netið inni hjá mér er greinilega ekki að gera góða hluti). Nú er lítið annað að gera en bíða spennt eftir því hvað kemur inn um lúguna (er reyndar ekki með lúgu en þið skiljið mig).

þriðjudagur, september 07, 2004

Raunir Danmerkurfarans

Þá er kominn tími til að gera e-ð í þessu bloggi. Var að fá netið tengt inn í herbergið mitt hér úti (það var víst bara ein snúra sem stinga þurfti í samband til að fá það í gegn(hefði átt að blóta aðeins meira tölvugaurnum í sand og ösku sökum engrar nettengingar(hann gat ekkert annað gert en hlægja að mér þegar hann kom hingað inn áðan og sá tölvuna mína ósnúrutengda við vegginn og ég alveg "það er svo skrýtið að ég komist ekki á netið...alveg ótrúlegt(verð samt að komast úr þessum sviga(greinilegt að maður lagast ekki af svigasjúkdómnum með því að fara til annars lands))))).

Það er alveg ágætlega margt búið að ske (dönskusletta) síðan ég mætti á svæðið ásamt henni
Gígju minni. Lestarhremmingar...Villst í strætó með risakassa...Ælt í kross sökum óhóflegrar drykkju og svo miklu, miklu meira. Skólinn er að falla í kramið. Ekki danskan...geri ekkert annað en segja "hvad?" daginn út og inn eda "do you speak english?". Ætli maður nái þessu ekki á endanum, er nú búin að læra tungumálið í átta ár heima á Fróni for fanden (svo ég slái aðeins um mig á erlendu tungumáli).

En klokken er orðin svona frekar margt hér á landi. Alveg óþarfi að tapa sér í gleðinni þó netið sé komið inn til manns svo ég segi bara god nat!