mánudagur, janúar 30, 2006

Morrissey

Í tilefni þess að ég hlusta ekki á annað en Morrissey daginn út og inn ákvað ég að gefa ykkur uppáhaldslagið mitt með honum (þessa dagana allavegana).

The More You Ignore Me, The Closer I Get


Vonum bara að þetta hyperlink dót mitt hafi virkað.

mánudagur, janúar 23, 2006

Gulur bíll!

Það voru svo margir gulir bílar á leiðinni í skólann í morgun að ég gat ekki annað en farið í gulan bíl við sjálfan mig.


Ég vann.

mánudagur, janúar 09, 2006

Aluminum


Hann er soldið sætur hann Damon Albarn, því er ekki að neyta. Var svaka sætur í Höllinni á laugardaginn syngjandi "bababababa Aluminum" með flipphljómsveitinni Ghostigital (ekki minn tebolli). Snilldartónleikar og ef þið kíkið á rjómann getið þið lesið allt um atburði kvöldsins því umfjöllun dagsins og plötugagnrýnin er í boði undirritaðrar.

Tjékk it!