sunnudagur, febrúar 27, 2005

I need some sleep

Skellti inn nokkrum nýjum bloggurum í tenglalistann minn enda kominn tími til. Annars veit ég ekki hvað ég á að skrifa um og er þessa dagana að velta fyrir mér hvort bloggið sé kannski bara dautt. Sorglegt en svona er lífið. Tímarnir breytast og mennirnir með. En kannski er það ekkert dautt, bara ég í tilvistarkreppu, hef ekkert að skrifa um því lifi svo tilbreytingarsnauðu lífi. Gæti svo sem hætt að tala alltaf um sjálfa mig en er bloggið nokkuð annað en sjálfhverft blaður? Birti bara textann við lagið sem er á repeat í ipodinum mínum bleika þessa dagana. Fallegt lag og ennþá fallegra ef maður er þreyttur (þá getur maður verið sammála söngvaranum). Þess má svo til gamans geta að þetta lag hljómaði í myndinni góðu Shrek 2.
Svo er planið að vaka í nótt og horfa á Óskarinn og vona að Aviator fái engin verðlaun, nema kannski Cate Blanchett. Hún lék alveg prýðilega. En hvað veit ég?

I need some sleep (Eels)
I need some sleep

It can't go on like this
I tried counting sheep
But there's one I always miss
Everyone says I'm getting down too low
Everyone says you just gotta let it go
You just gotta let it go
You just gotta let it go

I need some sleep
Time to put the old horse down
I'm in too deep
And the wheels keep spinning 'round
Everyone says I'm getting' down too low
Everyone says you just gotta let it go
You just gotta let it go
You just gotta let it go

You just gotta let it go

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

OC snýr aftur

Nýja serían af OC hefur hafið göngu sína hér í DK og er ekkert annað en gott um það að segja. Solla er komin hingað út svo að sjálfsögðu hittumst við (aðdáendur númer eitt) og eyddum kvöldinu með fallega og dramatíska fólkinu í Orange County. Vildi að það væri gott veður. Af hverju er þessi snjór og kuldi alla daga? Ég er nú einu sinni í útlöndum. En hvað um það. Sólin skín allavega á fókið í OC. Þau heppin. Fer kannski þangað í mastersnám. Hver veit nema að ég hitti Seth Cohen á förnum vegi (eða gaurinn sem leikur hann). Pabbi hans er þó mesti sjarmörinn í þáttunum að mínu mati. Þessar augabrúnir. Hljóta að laða að margan kvenmanninn. En missum okkur ekki í augabrúnum og sjarmerandi eldri karlmönnum. Kominn tími til að sofa. Sá tími virðist ávallt skella á endrum og sinnum.

sunnudagur, febrúar 13, 2005

Skrifstífla

Það er svei mér langt síðan ég skrifaði síðast og hefur margt drifið á daga mína (samt ekki, finnst ég bara búin að horfa á sjónvarpið undanfarið (og þá sér í lagi Gilmore Girls (damn! af hverju sagði ég þetta))). Jú ég hef svo sem brallað ýmislegt. Er allavega komin aftur til Danmerkur (svo mikill heimsborgari) og byrjuð í skólanum. Loksins búin að kaupa sjónvarp og í dag fékk ég aðgang að kollegi internetinu á ný enda komin tími til. Algjörir fasistar að henda mér út af netinu í svona fjári langan tíma (þess má til gamans geta að fasisti er uppáhaldsorðið mitt þessa dagana (veit ekki af hverju en nota þetta orð ótt og títt)). Danir geta verið óttalegir fasistar að mínu mati. Fór t.d. í bíó í gær á óskarsverðlaunatilnefndumyndina (vá þjált orð ef orð má kalla) "The Aviator" og þurftum við að greiða 95 danskar krónur fyrir hana í staðinn fyrir 70 kr venjulega sökum þess að hún er "svo löng". Og hvað með það? Á maður ekki frekar að borga minna fyrir svona langa mynd? Það finnst mér allavega. Skil ekki af hverju hún er svona margtilnefnd. Leo leikur þetta nú alveg ágætlega en handritið er ekkert til að hrópa húrra yfir og svo er hún allt of mikið um flugvélar og einhverja hnúta sem ég persónulega hef engan áhuga á. En þetta er bara mín skoðun. Síðustu helgi fór ég svo á þorrablót Íslendinga í tívolíinu og það var stuð. Fullir Íslendingar að dansa við hallærislega tónlist sveitalubbana í "Á móti Sól" og svo endaði þetta auðvitað allt í slagsmálum enda ekki við öðru að búast á balli með einvörðungu Íslendingum. Og með þessum orðum enda ég þessa stórskemmtilegu færslu (lesist með kaldhæðni) og birti eitt stykki mynd af okkur Klöru sem var tekin á ballinu. Þar til næst.