OC snýr aftur
Nýja serían af OC hefur hafið göngu sína hér í DK og er ekkert annað en gott um það að segja. Solla er komin hingað út svo að sjálfsögðu hittumst við (aðdáendur númer eitt) og eyddum kvöldinu með fallega og dramatíska fólkinu í Orange County. Vildi að það væri gott veður. Af hverju er þessi snjór og kuldi alla daga? Ég er nú einu sinni í útlöndum. En hvað um það. Sólin skín allavega á fókið í OC. Þau heppin. Fer kannski þangað í mastersnám. Hver veit nema að ég hitti Seth Cohen á förnum vegi (eða gaurinn sem leikur hann). Pabbi hans er þó mesti sjarmörinn í þáttunum að mínu mati. Þessar augabrúnir. Hljóta að laða að margan kvenmanninn. En missum okkur ekki í augabrúnum og sjarmerandi eldri karlmönnum. Kominn tími til að sofa. Sá tími virðist ávallt skella á endrum og sinnum.
<< Home