sunnudagur, febrúar 27, 2005

I need some sleep

Skellti inn nokkrum nýjum bloggurum í tenglalistann minn enda kominn tími til. Annars veit ég ekki hvað ég á að skrifa um og er þessa dagana að velta fyrir mér hvort bloggið sé kannski bara dautt. Sorglegt en svona er lífið. Tímarnir breytast og mennirnir með. En kannski er það ekkert dautt, bara ég í tilvistarkreppu, hef ekkert að skrifa um því lifi svo tilbreytingarsnauðu lífi. Gæti svo sem hætt að tala alltaf um sjálfa mig en er bloggið nokkuð annað en sjálfhverft blaður? Birti bara textann við lagið sem er á repeat í ipodinum mínum bleika þessa dagana. Fallegt lag og ennþá fallegra ef maður er þreyttur (þá getur maður verið sammála söngvaranum). Þess má svo til gamans geta að þetta lag hljómaði í myndinni góðu Shrek 2.
Svo er planið að vaka í nótt og horfa á Óskarinn og vona að Aviator fái engin verðlaun, nema kannski Cate Blanchett. Hún lék alveg prýðilega. En hvað veit ég?

I need some sleep (Eels)
I need some sleep

It can't go on like this
I tried counting sheep
But there's one I always miss
Everyone says I'm getting down too low
Everyone says you just gotta let it go
You just gotta let it go
You just gotta let it go

I need some sleep
Time to put the old horse down
I'm in too deep
And the wheels keep spinning 'round
Everyone says I'm getting' down too low
Everyone says you just gotta let it go
You just gotta let it go
You just gotta let it go

You just gotta let it go