Skrifstífla
Það er svei mér langt síðan ég skrifaði síðast og hefur margt drifið á daga mína (samt ekki, finnst ég bara búin að horfa á sjónvarpið undanfarið (og þá sér í lagi Gilmore Girls (damn! af hverju sagði ég þetta))). Jú ég hef svo sem brallað ýmislegt. Er allavega komin aftur til Danmerkur (svo mikill heimsborgari) og byrjuð í skólanum. Loksins búin að kaupa sjónvarp og í dag fékk ég aðgang að kollegi internetinu á ný enda komin tími til. Algjörir fasistar að henda mér út af netinu í svona fjári langan tíma (þess má til gamans geta að fasisti er uppáhaldsorðið mitt þessa dagana (veit ekki af hverju en nota þetta orð ótt og títt)). Danir geta verið óttalegir fasistar að mínu mati. Fór t.d. í bíó í gær á óskarsverðlaunatilnefndumyndina (vá þjált orð ef orð má kalla) "The Aviator" og þurftum við að greiða 95 danskar krónur fyrir hana í staðinn fyrir 70 kr venjulega sökum þess að hún er "svo löng". Og hvað með það? Á maður ekki frekar að borga minna fyrir svona langa mynd? Það finnst mér allavega. Skil ekki af hverju hún er svona margtilnefnd. Leo leikur þetta nú alveg ágætlega en handritið er ekkert til að hrópa húrra yfir og svo er hún allt of mikið um flugvélar og einhverja hnúta sem ég persónulega hef engan áhuga á. En þetta er bara mín skoðun. Síðustu helgi fór ég svo á þorrablót Íslendinga í tívolíinu og það var stuð. Fullir Íslendingar að dansa við hallærislega tónlist sveitalubbana í "Á móti Sól" og svo endaði þetta auðvitað allt í slagsmálum enda ekki við öðru að búast á balli með einvörðungu Íslendingum. Og með þessum orðum enda ég þessa stórskemmtilegu færslu (lesist með kaldhæðni) og birti eitt stykki mynd af okkur Klöru sem var tekin á ballinu. Þar til næst.
<< Home