laugardagur, júní 25, 2005

Halldór Hitler

Stóð aftast í strætó í gær akkúrat þegar hann fór yfir bungu og fékk skemmtilegt innvortishopp sem minnti mig bara á yndislega þýskukennarann minn í MR, hann Halldór Hitler. Hann spurði okkur stúlkurnar í bekknum reglulega hvort við værum svona stelpur sem hefðum gaman að því að standa aftast í strætó og ef hann myndi spyrja mig núna þyrfti ég nú að svara því játandi. Halldór lagði okkur Sögu í góðlátlegt einelti því fannst svo merkilegt að við hétum svo líkum nöfnum og sátum hlið við hlið og vorum með næstum sama númerið (7742 og 7743), enda kallaði hann okkur "Die Nummer", "Die beiden Blinden", "Sagasara", Sarasaga" og svo mætti lengi telja. Leyfði okkur bara að fara á klósettið ef við hoppuðum út um gluggann (vorum á þriðju hæð), lét okkur syngja þýska þjóðsönginn uppá töflu fyrir restina af bekknum og gerði góðlátlegt grín að ljóskunni mér villt og galið ( [í þýsku að fara yfir stíl:] Sara: "Bíddu, hvar ertu eiginlega?", Halldór : " Ég er hérna beint fyrir framan þig! Sérðu mig ekki?" [veifar Söru] "Færðu stundum svona blackout?!"). Já það var gaman í þýskutímum í MR.

mánudagur, júní 06, 2005

X & Y

Vá hvað er langt síðan ég bloggaði síðast! Er svo sem búin að vera í prófum og skólalokum upp á síðkastið en hefði nú getað "hripað" örfáar línur á veraldarvefinn, en nei, gerði það ei. Er að undirbúa brottför frá Danaveldi þessa dagana og búa til eitt stykki teiknimynd svo í nógu að snúast. Vildi bara benda áhugasömum á þá staðreynd að nýi diskurinn með Coldplay (X&Y)kom út í dag. Undirrituð er búin að panta hann á Amazon fyrir löngu síðan. Hví? spyrja sumir sig. Jú, hún heyrði nefnilega hið fallega lag, "Fix You", í einum af lokaþáttum sjónvarpseríunnar frábæru, "The O.C" á viðkvæmu mómenti. Felldi mín tár og allt yfir þessu atriði (af hverju er ég að segja þetta?). Þetta lag var semsagt frumflutt í O.C fyrir einhverju síðan og ég (downlód sjúklingurinn mikli) ætlaði bara að ná í það á Limewire en það var ekki hægt, ég fékk bara einhverjar gervi útgáfur og ég veit ekki hvað (enda ekki búið að gefa út diskinn) svo mín ákvað bara að vera grand á því og fjárfesta í einum geisladisk til tilbreytingar. Hægt að hlusta á lagið hér.

Annars er ekki mikið að frétta sem er prenthæft. Fór á rosalegasta próflokadjamm sem hef farið á hér uppi í Lyngby um helgina. Get ekki sagt meira en það. Þessir verkfræðinemar kunna þó að skemmta sér. Birna tók góð móment uppá vidéo sem er það fyndnasta sem ég hef séð því við Ásta Sigga héldum algjörlega að hún væri að taka ljósmynd af okkur svo erum með þvílíkar pósur allan tímann sem videóið er í gangi hlæ hlæ. Verðið að sjá þetta við tækifæri. Skelli þessu kannski inná síðuna fyrst hef nægan tíma til slíks dútls bráðum. Sumarfríið loksins að skella á.