Halldór Hitler
Stóð aftast í strætó í gær akkúrat þegar hann fór yfir bungu og fékk skemmtilegt innvortishopp sem minnti mig bara á yndislega þýskukennarann minn í MR, hann Halldór Hitler. Hann spurði okkur stúlkurnar í bekknum reglulega hvort við værum svona stelpur sem hefðum gaman að því að standa aftast í strætó og ef hann myndi spyrja mig núna þyrfti ég nú að svara því játandi. Halldór lagði okkur Sögu í góðlátlegt einelti því fannst svo merkilegt að við hétum svo líkum nöfnum og sátum hlið við hlið og vorum með næstum sama númerið (7742 og 7743), enda kallaði hann okkur "Die Nummer", "Die beiden Blinden", "Sagasara", Sarasaga" og svo mætti lengi telja. Leyfði okkur bara að fara á klósettið ef við hoppuðum út um gluggann (vorum á þriðju hæð), lét okkur syngja þýska þjóðsönginn uppá töflu fyrir restina af bekknum og gerði góðlátlegt grín að ljóskunni mér villt og galið ( [í þýsku að fara yfir stíl:] Sara: "Bíddu, hvar ertu eiginlega?", Halldór : " Ég er hérna beint fyrir framan þig! Sérðu mig ekki?" [veifar Söru] "Færðu stundum svona blackout?!"). Já það var gaman í þýskutímum í MR.
<< Home