föstudagur, apríl 29, 2005

Prinsinn litinn augum

Árshátið DTU er gengin í garð og sit ég heima og bíð eftir Gígju og Júlíusi að koma að sækja mig. Í kvöld verður sko dansað og "allt annað sem er viðeigandi á svona heimsborgaralegri árshátið". Vika í fyrsta prófið sem er tekið í fjarnámi frá HÍ svo e.t.v. er kæruleysi að djamma í kvöld en þið sem lesið þetta vitið ekki hve duglegar við Gígja erum búnar að vera í þessari viku, Námsefni vetrarins í Varmaflutningsfræði (hljómar spennandi) hefur sko verið tekið fyrir á undanförnum dögum svo vel að ég get reiknað varamaflutning milli allra hluta án þess að hika.

Og svo er ég búin að horfa svo mikið á Scrubs undanfarið að dreymir ekkert annað en Zach Braff og Gavin Degraw (því Zach leikstýrði jú nýja myndbandinu með honum Gavin við lagið Chariot) sem þið getið skoðað hér. En nú er tími fyrir árshátið, fólkið komið að sækja mig svo við verðum í bandi síðar. Hver sem þið eruð sem ég er að skrifa til.

laugardagur, apríl 23, 2005

Gelgjuskeiðið endurbætt

Hlustaði á Mugison diskinn í fyrsta sinn fyrir stuttu og hann er alveg sérdeilis prýðilegur. Fallegasta lagið að mínu mati er "What I would say in your funeral" enda hlusta ég á það óspart. Engin furða að ég er alltaf sönglandi:

I was thinking what I would say in your funeral
Hey, that's so selfish of you
I would tell them how I never liked you at all
Hey , you're so full of bull


o.s.frv. Alveg með eindæmum fagurlega sungið af þeim Mugison og Röggu Gísla en nóg um það. Undanfarna daga hef ég verið að undra mig á því hví ég hafði ekki æði fyrir neinu svokölluðu "boybandi" á mínum yngri árum. Mín aðdáun einkenndist einkum af Oasis og TLC (skrýtin blanda) en ef ég gæti spólað til baka þá mundi ég velja mér "boybandið" Take That til að vera með æði fyrir (enda klárlega besta svokallað band sem uppi hefur verið (kalt mat)). Þeir höfðu allt. Flott dansspor, fallega stráka að dansa þau og syngja angurvært um ástina og lífið og svo miklu, miklu meira. Já, ég hef misst af miklu finnst mér en það þýðir ekki að gráta hið liðna. Best að hætta þessu skrifelsi og setja snilldarlagið "Never Forget" með þeim kumpánum í botn og þykjast vera 13 ára.

sunnudagur, apríl 17, 2005

Dansandi gospelkór

Mig langar í nýja diskinn með þessum gaur:

Enda er hann með fallegan prófíl. Iiii segi svona. Prófíllinn segir ekkert um fagurleika raddar hans. Já, hann John Legend kann sko að syngja. Svo er hann líka vinur hans Kanye West og hver vill ekki vera vinur hans og fá hjálp frá honum við að komast á tónlistarkortið. Pant ég! Þeir kumpánarnir voru líka með fallegasta atriði sem ég hef séð á síðastliðinni Grammy hátíð. Ég klappaði meira að segja að atriðinu loknu þrátt fyrir þá staðreynd að ég var ein í herberginu mínu í Lyngby en ef maður vill klappa þá á maður að klappa (segir mamma mín að minnsta kosti). Þetta atriði hafði allt. Dansandi gospelkór, John Legend að syngja eins og engill og spila fagra tóna á píanóið á meðan Kanye West rappaði Jesus Walks eins og ég veit ekki hvað með risahvíta vængi á bakinu. Hver getur toppað það? Fáir að mínu mati. En nóg lof um þennan mann. Frábær diskur og lofar þessi kall góðu (ef kall skal kalla(haha asnalega orðað)). Að lokum vil ég benda á annan gaur sem heitir Joshua Radin og lagið hans Closer. Með eindæmum gott lag. Heyrði það í Scrubs sem eru æðislegir þættir (hef ég einhverntímann sagt það?). Og talandi um Scrubs og Grammy hátíðir, þá má til gamans geta þess að Zach Braff sem leikur aðalhlutverkið í ofangreindum þáttum fékk Grammy verðlaun fyrir soundtrackið (biðst velvirðingar á slettunni) sitt úr myndinni sinni Garden State sem er einmitt sýnd á kvikmyndahátið á Íslandi þessa dagana. Bendi áhugasömum á hana. Og nú er ég hætt að benda á hitt og þetta í bili.

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Titillausa færslan

Dettur engin titill í hug á þessa færslu því er ekki búin að ákveða nákvæmlega hvert efni hennar er. Ótrúlegt en satt. Skipulagskúkurinn sjálfur að missa tökin á skipulaginu mikla sem einkennir tilveru hans. VIldi bara skrifa e-ð því hef ekki skrifað svo lengi. Það náttúrulega gengur ekki og mun ég nú reyna að blogga eins og vindurinn héreftir (reyndar enginn vindur í Danmörku þessa dagana heldur einungis hlý sumargola (já sumarið er komið (vonandi til að vera)). Hef enga afsökun fyrir þessu bloggleysi. Er sítengd við internetið og ágætt að taka sér af og til pásu frá niðurhalinu og skrifa e-ð hnyttið og skemmtilegt (ehm lofa þó engu um það). Er líka búin að niðurhala öllu sem dettur í hug (sorglegt en satt). Á alla Scrubs þættina og fleiri sem vil ekki nefna á nafn hér og bíð því bara spennt eftir næstu þáttum er frumsýndir verða í USA svo geti náð í þá með bittorrent (var að uppgötva það, meiri snilldin). Náði reyndar í nokkra þætti af Arrested Development og verð ég að segja að þeir lofi góðu. Gamanþættir með gráum undirtón (hvað sem það nú þýðir). Skólinn er alveg ágætur. Nú er ekkert nema læralæralæra þangað til í júní (hljómar vel). Bjuggum til 20th Century Fox merkið í skólanum í dag (æ þið vitið duduru dudururudududududududuruduru durururuuu durururuuuu durururuuuu durururuuuuu darararahhh (frábært stef alveg)) og svo fara miðvikudagarnir í það að byggja lego (sem er ekki mín sterkasta hlið). Gaman að vera í verkfræði í Danmörku. Annars liggur mér ekkert fleira á hjarta. Titillausa færslan mín er á enda komin.