föstudagur, apríl 29, 2005

Prinsinn litinn augum

Árshátið DTU er gengin í garð og sit ég heima og bíð eftir Gígju og Júlíusi að koma að sækja mig. Í kvöld verður sko dansað og "allt annað sem er viðeigandi á svona heimsborgaralegri árshátið". Vika í fyrsta prófið sem er tekið í fjarnámi frá HÍ svo e.t.v. er kæruleysi að djamma í kvöld en þið sem lesið þetta vitið ekki hve duglegar við Gígja erum búnar að vera í þessari viku, Námsefni vetrarins í Varmaflutningsfræði (hljómar spennandi) hefur sko verið tekið fyrir á undanförnum dögum svo vel að ég get reiknað varamaflutning milli allra hluta án þess að hika.

Og svo er ég búin að horfa svo mikið á Scrubs undanfarið að dreymir ekkert annað en Zach Braff og Gavin Degraw (því Zach leikstýrði jú nýja myndbandinu með honum Gavin við lagið Chariot) sem þið getið skoðað hér. En nú er tími fyrir árshátið, fólkið komið að sækja mig svo við verðum í bandi síðar. Hver sem þið eruð sem ég er að skrifa til.