sunnudagur, apríl 17, 2005

Dansandi gospelkór

Mig langar í nýja diskinn með þessum gaur:

Enda er hann með fallegan prófíl. Iiii segi svona. Prófíllinn segir ekkert um fagurleika raddar hans. Já, hann John Legend kann sko að syngja. Svo er hann líka vinur hans Kanye West og hver vill ekki vera vinur hans og fá hjálp frá honum við að komast á tónlistarkortið. Pant ég! Þeir kumpánarnir voru líka með fallegasta atriði sem ég hef séð á síðastliðinni Grammy hátíð. Ég klappaði meira að segja að atriðinu loknu þrátt fyrir þá staðreynd að ég var ein í herberginu mínu í Lyngby en ef maður vill klappa þá á maður að klappa (segir mamma mín að minnsta kosti). Þetta atriði hafði allt. Dansandi gospelkór, John Legend að syngja eins og engill og spila fagra tóna á píanóið á meðan Kanye West rappaði Jesus Walks eins og ég veit ekki hvað með risahvíta vængi á bakinu. Hver getur toppað það? Fáir að mínu mati. En nóg lof um þennan mann. Frábær diskur og lofar þessi kall góðu (ef kall skal kalla(haha asnalega orðað)). Að lokum vil ég benda á annan gaur sem heitir Joshua Radin og lagið hans Closer. Með eindæmum gott lag. Heyrði það í Scrubs sem eru æðislegir þættir (hef ég einhverntímann sagt það?). Og talandi um Scrubs og Grammy hátíðir, þá má til gamans geta þess að Zach Braff sem leikur aðalhlutverkið í ofangreindum þáttum fékk Grammy verðlaun fyrir soundtrackið (biðst velvirðingar á slettunni) sitt úr myndinni sinni Garden State sem er einmitt sýnd á kvikmyndahátið á Íslandi þessa dagana. Bendi áhugasömum á hana. Og nú er ég hætt að benda á hitt og þetta í bili.