fimmtudagur, apríl 14, 2005

Titillausa færslan

Dettur engin titill í hug á þessa færslu því er ekki búin að ákveða nákvæmlega hvert efni hennar er. Ótrúlegt en satt. Skipulagskúkurinn sjálfur að missa tökin á skipulaginu mikla sem einkennir tilveru hans. VIldi bara skrifa e-ð því hef ekki skrifað svo lengi. Það náttúrulega gengur ekki og mun ég nú reyna að blogga eins og vindurinn héreftir (reyndar enginn vindur í Danmörku þessa dagana heldur einungis hlý sumargola (já sumarið er komið (vonandi til að vera)). Hef enga afsökun fyrir þessu bloggleysi. Er sítengd við internetið og ágætt að taka sér af og til pásu frá niðurhalinu og skrifa e-ð hnyttið og skemmtilegt (ehm lofa þó engu um það). Er líka búin að niðurhala öllu sem dettur í hug (sorglegt en satt). Á alla Scrubs þættina og fleiri sem vil ekki nefna á nafn hér og bíð því bara spennt eftir næstu þáttum er frumsýndir verða í USA svo geti náð í þá með bittorrent (var að uppgötva það, meiri snilldin). Náði reyndar í nokkra þætti af Arrested Development og verð ég að segja að þeir lofi góðu. Gamanþættir með gráum undirtón (hvað sem það nú þýðir). Skólinn er alveg ágætur. Nú er ekkert nema læralæralæra þangað til í júní (hljómar vel). Bjuggum til 20th Century Fox merkið í skólanum í dag (æ þið vitið duduru dudururudududududududuruduru durururuuu durururuuuu durururuuuu durururuuuuu darararahhh (frábært stef alveg)) og svo fara miðvikudagarnir í það að byggja lego (sem er ekki mín sterkasta hlið). Gaman að vera í verkfræði í Danmörku. Annars liggur mér ekkert fleira á hjarta. Titillausa færslan mín er á enda komin.