laugardagur, apríl 23, 2005

Gelgjuskeiðið endurbætt

Hlustaði á Mugison diskinn í fyrsta sinn fyrir stuttu og hann er alveg sérdeilis prýðilegur. Fallegasta lagið að mínu mati er "What I would say in your funeral" enda hlusta ég á það óspart. Engin furða að ég er alltaf sönglandi:

I was thinking what I would say in your funeral
Hey, that's so selfish of you
I would tell them how I never liked you at all
Hey , you're so full of bull


o.s.frv. Alveg með eindæmum fagurlega sungið af þeim Mugison og Röggu Gísla en nóg um það. Undanfarna daga hef ég verið að undra mig á því hví ég hafði ekki æði fyrir neinu svokölluðu "boybandi" á mínum yngri árum. Mín aðdáun einkenndist einkum af Oasis og TLC (skrýtin blanda) en ef ég gæti spólað til baka þá mundi ég velja mér "boybandið" Take That til að vera með æði fyrir (enda klárlega besta svokallað band sem uppi hefur verið (kalt mat)). Þeir höfðu allt. Flott dansspor, fallega stráka að dansa þau og syngja angurvært um ástina og lífið og svo miklu, miklu meira. Já, ég hef misst af miklu finnst mér en það þýðir ekki að gráta hið liðna. Best að hætta þessu skrifelsi og setja snilldarlagið "Never Forget" með þeim kumpánum í botn og þykjast vera 13 ára.