laugardagur, ágúst 27, 2005

Textinn

Textinn að þessu sinni er við lag sem heitir Brúðkaupslagið og er flutt af Todmobile. Einkar fallegt lag og væri gaman ef einhver vildi syngja það í brúðkaupinu mínu. En kannski er best að finna sér mannsefni áður en maður fer að velta einhverju svona löguðu fyrir sér.

Brúðkaupslagið
Hvítur kjóllinn
Slör sem dregur dilk á eftir sér
Blóm í vendi
Ég veit þau munu fölna á undan mér
Ég veit þú ert að leita að mér ójá
Þú veist bara ekki að ég er hér

Við munum ganga inn kirkjugólfið
Ég segi já ef þú einhvern tímann munt finna mig
Þá eilíf hamingja, basl og klúður
Ó, segðu já ef þú einhvern tímann munt finna mig.

Ég geng í hringinn
Og veit ekki hvort mér tekst að finna hana.
En blóm fölna í vendi
Og brosin stirðna á veislugestunum
Ég veit hún er að bíða mín úúúú
Ég veit bara ekki hvar hún er ónei

Við munum ganga inn kirkjugólfið
Hún segir já ef ég einhvern tímann mun finna hana
Þá eilíf hamingja, basl og klúður
Ó, segðu já ef ég einhvern tímann mun finna þig

(Munum stíga brúðkaupsdansinn)
Munum stíga brúðkaupsdansinn

Ég segi já ef þú einhvern tímann munt finna mig.


En nú ætla ég að hætta að hangsa í vinnunni við bloggskrif og drífa mig út á flugvöll því ég er að fara til Danmerkur í frí. Skjáumst.

fimmtudagur, ágúst 25, 2005

What!


Horfði á um daginn svona upprifjunarþátt um Lost. Hélt ég væri búin að sjá þetta allt úti í DK en svo var eigi. Sá ýmislegt sem hafði ekki beint séð áður. En þó er mörgum spurningum ósvarað hjá mér. Það er eins og engin ráðgáta hafi leysts í fyrstu þáttaröðinni (get sagt þetta því er búin að sjá lokaþáttinn og nær allt upp að honum). Eitt sem mér fannst fyndið við þennan upprifjunarþátt var hve oft Kate sagði "What!". Ég var alveg í kasti. Einhver kemur með einhverja staðhæfingu og hún alltaf "What" villt og galið um hæl. En það er kannski bara minn súri húmor.

Veit ekki af hverju ég var að blogga um þetta en svona er þetta þegar maður hefur ekkert að segja.

sunnudagur, ágúst 21, 2005

Ha! Hvað segirðu?

Mín er bara búin að missa heyrnina, tímabundið skulum við vona. Var á Sálarballi í nótt, menningarnótt. Skellti mér þangað eftir að hafa fengið heilmikla menningu í æð allan gærdaginn. Sá tónleika með þessum og hinum, fór í draugasetrið, hvar mér var brugðið villt og galið og leyfði Amnesty að taka mynd af mér fyrir e-ð sem heyrði ekki nógu vel hvað var því vindurinn var að trufla mig, svo e-ð sé nefnt . En þetta ball var ekki beint minn tebolli ef svo má að orði komast. Ég hef alltaf haft lúmskt gaman að Sálinni svo fannst ég þurfa að fara einu sinni á ball með þeim og varð ég ekki fyrir vonbrigðum, því er ekki að neita. Stebbi söng eins og engill, bassaleikarinn var sætur og þeir náðu upp svaka stemmningu. En aftur á móti fólkið sem var þarna var ekki að gera góða hluti. Þvílíkt frekar og fullar stelpur (konur) sem æddu á allt og alla til að fá sínu fram og ofurölvi gamlir kallar voru mjög áberandi þarna. Ég var á bíl svo var ekki beint að taka trylltan dans með freku stelpunum og gömlu köllunum svo sat uppi á palli alveg við sviðið nær allan tímann (búin að týna vinkonu minni by the way).
Þar sem ég sat og hlustaði á þá Sálarmeðlimi og dillaði mér við takta þeirra þá kom til mín maður með kúrekahatt (nú var frekar langt liðið á ballið og mín svona líka sallaróleg (annað en sumir þarna inni)) og hann var alveg, "Hva, ertu ekki að drekka", "Af hverju ertu ekki að dansa", og ég alltaf um hæl, "Ég heyri ekkert í þér" (hátalarnir greinilega farnir að hafa slæm áhrif á heyrnina). En hann vildi ekki láta mig í friði (ég mátti greinilega ekki sitja og horfa á þá spila) og sagði svo eftir langt þref (ef það er orð), "Jaaaaaaá, er maðurinn þinn þarna uppi á sviði að spila?" Wtf! maður má greinilega ekki sitja og horfa á hljómsveit án þess að vera kenndur við einhvern hljómsveitarmeðliminn. Alltaf lærir maður e-ð nýtt.

sunnudagur, ágúst 14, 2005

Gott að vita

Tók þetta próf út frá blogginu hennar Kamillu (sem til gamans má geta var Gandhi) og veit ekki hvað mér á að finnast um þetta. Ég svaraði samviskusamlega 45 spurningum og allt. En einhvern veginn tókst mér að líkjast Hitler. En svona er þetta bara. Ekkert við því að gera.

mánudagur, ágúst 08, 2005

The Killers


Mér finnst The Killers vera góð hljómsveit. Sá þá spila á Live8 (nei var ekki stödd þar heldur horfði á útsendinguna allan liðlangan daginn er henni var sjónvarpað á Sirkus) og þeir hrifu mig alveg með sér þegar þeir sungu og spiluðu af krafti "I got soul but I'm not a soldier" (ú ég er byrjuð að dilla mér bara við það að skrifa þennan texta). Margir sem dæma hljómsveitina sem slæma sökum fyrstu smáskífu þeirra "Somebody told me" sem var ofspiluð á FM og fleiri stöðum en ef maður hlustar nánar á plötuna (sem heitir Hot Fuss) þá er hún mjög góð og mæli ég með henni og þá sérstaklega lögunum "All these things that I've done" og "Everything will be alright" já og "Smile like you mean it". En það er kannski bara mín skoðun.

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

You scored as Nancy

You are Nancy. You are well liked and a genuinely kind person. If someone helps you out, you will never forget it
and will always be grateful. You are strong and able to form lasting attachments to others.
Though you may have had hard times in your life, you continue to persevere. Congrats.


Which Sin City character are you (new version)?
created with QuizFarm.com

Tja, sé mig ekki alveg í anda dansandi upp á borðum en svona er þetta, það sem maður les á alnetinu er ekkert nema heilagur sannleikur. Fór loksins á Sin City mér til mikillar ánægju, hélt ég vissi allt um hana (búin að sjá gerð myndarinnar og þó nokkra trailera (svo ég sletti aðeins)) en ég vissi mun minna en ég hélt. Myndin kom mér alveg þvílíkt á óvart, þvílíkir karakterar og þvílík samtöl. Helsvöl mynd sem fer beint á topp tíu listann minn yfir bestu kvikmyndir allra tíma (sem ég hef séð), jafnvel á toppinn (er að melta það). En já, hef aldrei séð svona mynd á ævi minni og er hún langþráð viðbót við einsleitu kvikmyndaflóruna sem geisar yfir veröldina. Einstaklega vel gerð og falleg þrátt fyrir frekar ógeðslegt ofbeldið og er Marv alveg langsvalasti gaur kvikmyndasögunnar að mínu mati. Fyndnasta atriði myndarinnar var svo þetta hér (hætti ekki að hlæja (asnalegur húmor kannski)):

Stuka: [after getting shot with an arrow] Hey!...Will ya look at that? It's right through me. Guys, look. It's cut a hole right through me.
Schutz: There's something wrapped around it. Some kind of note.
Manute: Give it to me.
Stuka: Guys, this is starting to really hurt. Just look at it. It´s poked a hole right through me. Guys?
Manute: [reading the note] McCarthy you fool.
Stuka: Guys, don't you think maybe somebody oughta call a doctor for me or something? This isn't the kind of thing you just ignore, guys.
Manute: Out back. Everyone. Bring the women.
Stuka: Guys?