fimmtudagur, ágúst 25, 2005

What!


Horfði á um daginn svona upprifjunarþátt um Lost. Hélt ég væri búin að sjá þetta allt úti í DK en svo var eigi. Sá ýmislegt sem hafði ekki beint séð áður. En þó er mörgum spurningum ósvarað hjá mér. Það er eins og engin ráðgáta hafi leysts í fyrstu þáttaröðinni (get sagt þetta því er búin að sjá lokaþáttinn og nær allt upp að honum). Eitt sem mér fannst fyndið við þennan upprifjunarþátt var hve oft Kate sagði "What!". Ég var alveg í kasti. Einhver kemur með einhverja staðhæfingu og hún alltaf "What" villt og galið um hæl. En það er kannski bara minn súri húmor.

Veit ekki af hverju ég var að blogga um þetta en svona er þetta þegar maður hefur ekkert að segja.