The Killers
Mér finnst The Killers vera góð hljómsveit. Sá þá spila á Live8 (nei var ekki stödd þar heldur horfði á útsendinguna allan liðlangan daginn er henni var sjónvarpað á Sirkus) og þeir hrifu mig alveg með sér þegar þeir sungu og spiluðu af krafti "I got soul but I'm not a soldier" (ú ég er byrjuð að dilla mér bara við það að skrifa þennan texta). Margir sem dæma hljómsveitina sem slæma sökum fyrstu smáskífu þeirra "Somebody told me" sem var ofspiluð á FM og fleiri stöðum en ef maður hlustar nánar á plötuna (sem heitir Hot Fuss) þá er hún mjög góð og mæli ég með henni og þá sérstaklega lögunum "All these things that I've done" og "Everything will be alright" já og "Smile like you mean it". En það er kannski bara mín skoðun.
<< Home