laugardagur, ágúst 27, 2005

Textinn

Textinn að þessu sinni er við lag sem heitir Brúðkaupslagið og er flutt af Todmobile. Einkar fallegt lag og væri gaman ef einhver vildi syngja það í brúðkaupinu mínu. En kannski er best að finna sér mannsefni áður en maður fer að velta einhverju svona löguðu fyrir sér.

Brúðkaupslagið
Hvítur kjóllinn
Slör sem dregur dilk á eftir sér
Blóm í vendi
Ég veit þau munu fölna á undan mér
Ég veit þú ert að leita að mér ójá
Þú veist bara ekki að ég er hér

Við munum ganga inn kirkjugólfið
Ég segi já ef þú einhvern tímann munt finna mig
Þá eilíf hamingja, basl og klúður
Ó, segðu já ef þú einhvern tímann munt finna mig.

Ég geng í hringinn
Og veit ekki hvort mér tekst að finna hana.
En blóm fölna í vendi
Og brosin stirðna á veislugestunum
Ég veit hún er að bíða mín úúúú
Ég veit bara ekki hvar hún er ónei

Við munum ganga inn kirkjugólfið
Hún segir já ef ég einhvern tímann mun finna hana
Þá eilíf hamingja, basl og klúður
Ó, segðu já ef ég einhvern tímann mun finna þig

(Munum stíga brúðkaupsdansinn)
Munum stíga brúðkaupsdansinn

Ég segi já ef þú einhvern tímann munt finna mig.


En nú ætla ég að hætta að hangsa í vinnunni við bloggskrif og drífa mig út á flugvöll því ég er að fara til Danmerkur í frí. Skjáumst.