Ha! Hvað segirðu?
Mín er bara búin að missa heyrnina, tímabundið skulum við vona. Var á Sálarballi í nótt, menningarnótt. Skellti mér þangað eftir að hafa fengið heilmikla menningu í æð allan gærdaginn. Sá tónleika með þessum og hinum, fór í draugasetrið, hvar mér var brugðið villt og galið og leyfði Amnesty að taka mynd af mér fyrir e-ð sem heyrði ekki nógu vel hvað var því vindurinn var að trufla mig, svo e-ð sé nefnt . En þetta ball var ekki beint minn tebolli ef svo má að orði komast. Ég hef alltaf haft lúmskt gaman að Sálinni svo fannst ég þurfa að fara einu sinni á ball með þeim og varð ég ekki fyrir vonbrigðum, því er ekki að neita. Stebbi söng eins og engill, bassaleikarinn var sætur og þeir náðu upp svaka stemmningu. En aftur á móti fólkið sem var þarna var ekki að gera góða hluti. Þvílíkt frekar og fullar stelpur (konur) sem æddu á allt og alla til að fá sínu fram og ofurölvi gamlir kallar voru mjög áberandi þarna. Ég var á bíl svo var ekki beint að taka trylltan dans með freku stelpunum og gömlu köllunum svo sat uppi á palli alveg við sviðið nær allan tímann (búin að týna vinkonu minni by the way).
Þar sem ég sat og hlustaði á þá Sálarmeðlimi og dillaði mér við takta þeirra þá kom til mín maður með kúrekahatt (nú var frekar langt liðið á ballið og mín svona líka sallaróleg (annað en sumir þarna inni)) og hann var alveg, "Hva, ertu ekki að drekka", "Af hverju ertu ekki að dansa", og ég alltaf um hæl, "Ég heyri ekkert í þér" (hátalarnir greinilega farnir að hafa slæm áhrif á heyrnina). En hann vildi ekki láta mig í friði (ég mátti greinilega ekki sitja og horfa á þá spila) og sagði svo eftir langt þref (ef það er orð), "Jaaaaaaá, er maðurinn þinn þarna uppi á sviði að spila?" Wtf! maður má greinilega ekki sitja og horfa á hljómsveit án þess að vera kenndur við einhvern hljómsveitarmeðliminn. Alltaf lærir maður e-ð nýtt.
Þar sem ég sat og hlustaði á þá Sálarmeðlimi og dillaði mér við takta þeirra þá kom til mín maður með kúrekahatt (nú var frekar langt liðið á ballið og mín svona líka sallaróleg (annað en sumir þarna inni)) og hann var alveg, "Hva, ertu ekki að drekka", "Af hverju ertu ekki að dansa", og ég alltaf um hæl, "Ég heyri ekkert í þér" (hátalarnir greinilega farnir að hafa slæm áhrif á heyrnina). En hann vildi ekki láta mig í friði (ég mátti greinilega ekki sitja og horfa á þá spila) og sagði svo eftir langt þref (ef það er orð), "Jaaaaaaá, er maðurinn þinn þarna uppi á sviði að spila?" Wtf! maður má greinilega ekki sitja og horfa á hljómsveit án þess að vera kenndur við einhvern hljómsveitarmeðliminn. Alltaf lærir maður e-ð nýtt.
<< Home