fimmtudagur, september 29, 2005

Klukk

Var á pókerkvöldi með stelpunum í kvöld (sem ég by the way vann) og tjáði hún Olga mér það að hún hafi klukkað mig. Hver byrjaði á þessum leik segi ég nú bara og hver er tilgangurinn, að hrista upp í bloggmenningunni? Ekki veit ég það, enda fáfróð um ýmsa hluti. En þá er ekki að tvínóna við hlutina heldur telja upp fimm atriði um mig fyrir ykkur að lesa.

  1. Ég bíð spennt eftir hverjum einasta miðvikudegi til að geta niðurhalað nýjasta þættinum af Mæðgunum (e. Gilmore Girls). Enda er ég háð því að niðurhala.

  1. Mér finnst Mariah Carey syngja vel og kann t.d. utanbókar lagið hennar “We belong together” og syng hástöfum með því í hvert sinn er það hljómar í bílnum mínum.

  1. Ég stal bláum kaffibolla af Nings með vinkonu minni (nefni engin nöfn) á þriðjudaginn til að hafa uppí skóla.

  1. Ég féll tvisvar á bóklega ökuprófinu mínu.

  1. Ég er mjög viðkvæm sál og þarf lítið til að ég felli tár.

Að lokum klukka ég svo Óttar, Klaufey og Sunnu. Á maður kannski að klukka fleiri. Úff kann ekkert í þessum leik.

sunnudagur, september 25, 2005

Death Cab For Cutie

Textinn að þessu sinni er við lag hljómsveitarinnar Death Cab For Cutie sem ég hef nýverið uppgötvað sökum þess að hann Seth í OC er alltaf að tala um hana. Held hún hafi spilað "live" í einum þáttanna. En hvað um það. Hér er allavega textinn sem til gamans má geta kom fyrir í trailer sem ég var að horfa á áðan (man ekki hverjum (góð saga) því horfði á svona sjötíu stykki (festist á þessari síðu hvar allt er flæðandi í trailerum)).

"The Sound Of Settling"

I've got a hunger
Twisting my stomach into knots
That my tongue was tied off

My brain's repeating
"if you've got an impulse let it out"
But they never make it past my mouth.

Baa bah, this is the sound of settling
Baa bah, baa bah
[x2]

Our youth is fleeting
Old age is just around the bend
And i can't wait to go grey

And i'll sit and wonder
Of every love that could've been
If i'd only thought of something charming to say.

Baa bah, this is the sound of settling
Baa bah, baa bah
[x4]

I've got a hunger twisting my stomach into knots.

þriðjudagur, september 20, 2005

Þráðlaus

Já ég er þráðlaus þökk sé Hive. Vildi bara deila þessu með ykkur. Ligg nú uppí rúmi við brim á netinu í fartölvunni minni fögru og hlusta á tónlist sem var að niðurhala. Nú get ég sko niðurhalað eins og vindurinn hvar sem er í húsinu (nei samt ekki (hámarkið er víst 4 Gb á mánuði svo best að passa sig)) En samt, stanslaust stuð tekur nú við. Þá er bara spurningin, hvað á ég að skoða á netinu? Ég hlýt að finna eitthvað.
Hef þetta ekki lengra að sinni. Sex and The City bíður mín (er að horfa á allar seríurnar frá byrjun í "frítíma" mínum (ekkert betra en það get ég sagt ykkur (og hef sagt svo oft áður)). Já eitt enn (ein sem getur ekki hætt að blaðra). Nýi diskurinn með honum Sufjan Stevens er ótrúlega góður og mæli ég með honum fyrir alla tónlistarunnendur nær og fjær. Heitir hann Illinois sem er víst fylki í Bandaríkjunum og má að lokum til gamans geta þess að Sufjan Stevens hefur heitið því að gera plötu um öll 50 fylki Bandaríkjanna (gangi honum vel) og er þetta önnur platan í röðinni því hann hefur gert aðra svona fylkisplötu (um heimafylkið sitt) sem ber þann stutta titil, Greetings from Michigan: The Great Lakes State. Þá eru bara 48 fylki eftir til að semja plötu um. Pís of keik. (Úff ætlaði að hætta að skrifa eftir setninguna "hef þetta ekki lengra að sinni" sem er þarna lengst uppi( biðst velvirðingar á því). Nú er ég hætt).

miðvikudagur, september 14, 2005

Af skiladæmum og sushi áti

Fríið mitt í Danmörku er á enda runnið (og meira en það) , skólinn byrjaður með öllum sínum frábæru skiladæmum og hausinn minn við það að springa daginn út og inn því á erfitt með að skilja hvernig maður finnur yfirfærslufall, setur upp ársreikninga fyrirtækja og svo frv. en með tímanum mun ég kannski sjá ljósið og skilja allt voða vel. Held allavega í vonina. En það var stuð í Danmörku. Gisti hjá Sollu og Gígju á víxl, verslaði alveg helling (missti mig í Fona og keypti 11 geisladiska (en það er seinni tíma Visa vandamál)), lá í sólbaði því veðrið var jú gott og mmmm borðaði Sushi í fyrsta sinn á Sticks and Sushi. Svo var ég líka ofsótt af Unicheff fólkinu, fór á ótrúlega góða myndi í bíó, Crash. Vissi ekkert um hvað hún var (venjulega er ég búin að lesa allt um allar myndir á imdb og horfa á trailerana villt og galið en nei ekki í þessu tilfelli (sem er gott)). En alla vega þið sem eruð að lesa þetta verðið að sjá þessa mynd. Alveg besta mynd þessa árs að mínu mati fyrir utan kannski Sin City en þær eru svo ólíkar að ef ég væri svona gella sem flokkaði allt þá myndi ég segja að Sin City væri besta hasar/mynd-byggð-á-teiknimyndasögu - kvikmynd en Crash besta dramatíska mynd byggð á frumskrifuðu handriti sem ég hef séð á þessu ári. Eða eitthvað. Ég er byrjuð að bulla eins og venjulega. Crash fær allavega 8,6 á imdb sem er alveg hellingur miðað við það að besta mynd allra tíma (skv. imdb) er Godfather (sem ég hef til "gamans" má geta ekki séð) með einkunnina 9,0 já það er aldeilis. Nóg um kvikmyndir. Ég er farin að læra enda ekki annað hægt á þessum tímum skiladæma. Myndin sem fylgir með þessum pósti er af Sollu, Gígju og mér að knúsa Jean Claude Van Damme plakat sem hangir á ganginum hennar Gígju. Það er mér dulið hví við erum að þessu en þessa mynd fann ég á myndasíðu Óttars og vildi deila henni með ykkur. Síðan ef ykkur langar til að vita hvað ég er að hlusta á þessa dagana þá eru það aðallega tvö lög. "Heard' Em Say" af nýja disknum hans Kanye West sem Adam Levine úr Maroon 5 syngur með honum eins og engill og er hitt lagið "Búgalú" með Stuðmönnum. Helskemmtilegt lag.