þriðjudagur, september 20, 2005

Þráðlaus

Já ég er þráðlaus þökk sé Hive. Vildi bara deila þessu með ykkur. Ligg nú uppí rúmi við brim á netinu í fartölvunni minni fögru og hlusta á tónlist sem var að niðurhala. Nú get ég sko niðurhalað eins og vindurinn hvar sem er í húsinu (nei samt ekki (hámarkið er víst 4 Gb á mánuði svo best að passa sig)) En samt, stanslaust stuð tekur nú við. Þá er bara spurningin, hvað á ég að skoða á netinu? Ég hlýt að finna eitthvað.
Hef þetta ekki lengra að sinni. Sex and The City bíður mín (er að horfa á allar seríurnar frá byrjun í "frítíma" mínum (ekkert betra en það get ég sagt ykkur (og hef sagt svo oft áður)). Já eitt enn (ein sem getur ekki hætt að blaðra). Nýi diskurinn með honum Sufjan Stevens er ótrúlega góður og mæli ég með honum fyrir alla tónlistarunnendur nær og fjær. Heitir hann Illinois sem er víst fylki í Bandaríkjunum og má að lokum til gamans geta þess að Sufjan Stevens hefur heitið því að gera plötu um öll 50 fylki Bandaríkjanna (gangi honum vel) og er þetta önnur platan í röðinni því hann hefur gert aðra svona fylkisplötu (um heimafylkið sitt) sem ber þann stutta titil, Greetings from Michigan: The Great Lakes State. Þá eru bara 48 fylki eftir til að semja plötu um. Pís of keik. (Úff ætlaði að hætta að skrifa eftir setninguna "hef þetta ekki lengra að sinni" sem er þarna lengst uppi( biðst velvirðingar á því). Nú er ég hætt).