Við erum við
Þess má til gamans geta að ég var í fyrsta skipti núna að uppgötva hinn stórskemmtilega vef Tónlist.is. Keypti mér inneign þar og er búin að ná í hin ýmsu lög (reyndar voru ekki til öll lögin sem mig langaði í þá stundina (var búin að skrá samviskusamlega hjá mér í bókina mína hvaða íslensku lög mig langaði í en það er ekki á allt kosið í þessu lífi)). Lögin sem ég náði í verða ekki útlistuð frekar í þessum pistli (sökum þess að álit lesanda á mér gæti fokið út um gluggann) en þó er eitt lag sem ég skal fúslega viðurkenna að ég náði í því ég hef hlustað á það óspart síðan ég náði í það. Lagið er "Við erum við" í flutningi Stefáns Hilmars og Hendrikku Waage (veit ekki hver það er) og í tilefni þess hve skemmtilegt lagið er (að mínu mati)(er einmitt að hlusta á það núna) ætla ég að birta textann við lagið ykkur til upplyftingar. Þó ber að taka þennan texta með varúð því hann er skráður niður af undirritaðri og gætu því verið e-r gallar á honum því undirrituð (ég) á það til að rugla lagatextum.
Við erum við
Við erum viðbjóðslega grúví
Við erum svakalegt par
Við erum iðusamapakkið
Við erum smart þú og ég
Við erum röð
Við erum æðisæðisleg.
Við erum óskaplega flott og nett
Við erum óstjórnlega pott og þétt
Og þú ert ó ó ógeðslega sæt
Og ég er ó ó ótrúlegur
Við erum við á hverjum degi
Við erum aldrei upptekin
Og þú ert fær
Við erum óskaplega flott og nett
Við erum óstjórnlega pott og þétt
Við erum óskaplega flott og nett
Við erum óstjórnlega pott og þétt
Við erum óskaplega flott og nett
Við erum óstjórnlega pott og þétt
...Orðið "iðusamapakkið" má sérstaklega taka með varúð (skil ekki mikið hvað þessi Hendrikka Waage segir (með fullri virðingu fyrir henni)) .
<< Home