þriðjudagur, september 07, 2004

Raunir Danmerkurfarans

Þá er kominn tími til að gera e-ð í þessu bloggi. Var að fá netið tengt inn í herbergið mitt hér úti (það var víst bara ein snúra sem stinga þurfti í samband til að fá það í gegn(hefði átt að blóta aðeins meira tölvugaurnum í sand og ösku sökum engrar nettengingar(hann gat ekkert annað gert en hlægja að mér þegar hann kom hingað inn áðan og sá tölvuna mína ósnúrutengda við vegginn og ég alveg "það er svo skrýtið að ég komist ekki á netið...alveg ótrúlegt(verð samt að komast úr þessum sviga(greinilegt að maður lagast ekki af svigasjúkdómnum með því að fara til annars lands))))).

Það er alveg ágætlega margt búið að ske (dönskusletta) síðan ég mætti á svæðið ásamt henni
Gígju minni. Lestarhremmingar...Villst í strætó með risakassa...Ælt í kross sökum óhóflegrar drykkju og svo miklu, miklu meira. Skólinn er að falla í kramið. Ekki danskan...geri ekkert annað en segja "hvad?" daginn út og inn eda "do you speak english?". Ætli maður nái þessu ekki á endanum, er nú búin að læra tungumálið í átta ár heima á Fróni for fanden (svo ég slái aðeins um mig á erlendu tungumáli).

En klokken er orðin svona frekar margt hér á landi. Alveg óþarfi að tapa sér í gleðinni þó netið sé komið inn til manns svo ég segi bara god nat!