Linkar framleiddir villt og galið
Kominn tími á smá blogg finnst mér a.m.k. Helgin sem er því miður á enda komin er búin að vera með eindæmum nördaleg hjá mér. Hékk mestmegnis í tölvunni og setti linka á þessa nýju síðu mína. Fyrst hélt ég að það væri ekki hægt en eftir smá höfuðlagningu í bleyti þá fann mín út úr þessu og þá var ekki aftur snúið. Þar af leiðir er ég búin að sitja fyrir framan tölvuna nær alla helgina og linka villt og galið milli þess sem ég horfi á Sex And The City. Ég er einnig búin að breytast í (enn meiri) SATC fanatic en ég nokkru sinni var hér úti. Horfði t.d. á alla 3. seríu í gær og hélt líka að hausinn myndi springa. Of mikið af Beðmálunum svona á einni kvöldstund (þó er nú varla hægt að fá nóg af þessu). Svo til að toppa áráttu mína á þessum þáttum þá fór ég á þann fína vef amazon mér til dundurs...og endaði svo á því að panta allar seríurnar á DVD í e-m voða fínum skókassa (þetta að hafa netið inni hjá mér er greinilega ekki að gera góða hluti). Nú er lítið annað að gera en bíða spennt eftir því hvað kemur inn um lúguna (er reyndar ekki með lúgu en þið skiljið mig).
<< Home