True Colors
Það er bara eitthvað við hana Cindy Lauper. Hún er svo æðisleg. Enda hoppuðum við Gígja hæð okkar á loft í dag þegar við sáum einhvern best of disk með henni á Köbmagergade (eða var það hliðargata(er alveg rugluð í þessum götum í kringum strikið(veit aldrei í hvaða átt ég er að fara(eins gott að Gigja hin áttvísa er mestmegnis með mér í för)))). Nú er ég að hlusta á "True Colors" aftur og aftur. Svo fallegt. Fæ aldrei nóg. Er nú búin að skipta yfir á "Girls Just Want To Have Fun" (Til gamans má geta þess að ég keypti einmitt DVD mynd með því nafni í síðustu bæjarferð sem skartar ekki ófrægari manneskju en henni Sarah Jessica Parker (ohhh hún Carrie(svo æðisleg)) ætti því kannski að horfa á hana í kvöld svona mér til gamans og upplyftingar(og þar sem ég er nú byrjuð að geta þá má einnig, ykkur til fróðleiks og gleði, geta þess að hún Sarah Jessica Parker fékk nýliðin sunnudag Emmy verðlaun fyrir frammistöðu sína sem Carrie í lokaseríu Beðmála (sniff) enda eru þetta bestu þættir sem gerðir hafa verið(svo ég hamri enn eina ferðina á því))). Komin úr sviganum stóra svo held ég hætti að tjá mig í bili. Svo erfitt að gera margt í einu. Þarf að tengja nýja símann og skoða allt fagra dótið sem ég keypti í bæjarferðinni í dag. Og auðvitað dilla mér við hana Lauper.
<< Home