laugardagur, september 18, 2004

TDC

Laugardagskvöld gengið í garð og er Sara að fara að læra. Nei. Sara er að fara á TDC (Tour De Cousine) á kolleginu sínu. Það er sveitaþema og því er Sara komin með slöngulokka í hárið og er að verða reiðubúin í slaginn. Tilgangurinn með þessu öllu saman er að hrista saman krakkana á kolleginu. Það verður án efa e-ð vín innifalið í öllu þessu en Sara er orðin frekar ónýt af allri þessari drykkju. Rauðvínskvöld og fimmtudagskvöld á Kampsax barnum eru ekki að gera góða hluti fyrir hana. Hún er að venju þreyttari en elgur og þráir ekkert meira en góðan svefn (sem virðist frekar vandfundinn þessa dagana). En TDC kallar (*andvarp*) svo ætli hún fari ekki að tygja sig á enn eitt kvöldið sem endar ábyggilega með drykkju hér í Lyngby, þeim mikla skólabæ. Sara kveður að sinni en þó með trega.