mánudagur, október 31, 2005

Leikur (e. The Game)

Það eru greinilega húmoristar að störfum á mbl.is, skv. þessari frétt:

"Rappstjarnan The Game, eða Leikur upp á íslenskuna, hefur verið ákærður fyrir ósæmilega hegðun er hann neitaði að taka af sér hrekkjavökugrímu...Mun hann hafa veitt einkennilegar eiginhandaráritanir í upphafi árs þar sem stóð: „F*** 50 Cent“ eða „Til fjandans með 50 Cent“ "

Híhí. Þetta fannst mér fyndið. Hefðu þó mátt íslenska nafnið hans sem "Leikurinn". Ekki hunsa greininn í nafninu hans bara si svona.

sunnudagur, október 30, 2005

Valkvíði

Ef valkvíði er sjúkdómur þá þjáist ég af honum á háu stigi. Þetta er búin að vera svo erfið helgi í lífi mínu. Keypti mér utanáliggjandi harðan disk á föstudaginn í snjókomunni. Kom með hann heim og sá strax eftir því. Langaði kannski í fartölvudisk frekar sem er svo miklu minni og sniðugri EN sem kostar 3 þúsund kalli meira og tekur 3svar sinnum minna pláss. Er svo búin að vera að velta þessu fyrir mér fram og til baka alla f-ings helgina. "Á ég að skipta honum, á ég að eiga hann?" Arghhhh. Vildi að ég gæti hætt að vera Sara í einn dag. Þetta er orðið of erfitt.

föstudagur, október 28, 2005

Það er ekkert kominn vetur

Átti samtal við föður minn í gær sem fór á þessa leið:

Pabbi: Hvenær ætlarðu svo að setja vetrardekkin á?
Sara: Er það ekki óþarfi? Það er nú ekki komin vetur ennþá.

Hver vissi að í sömu andrá sem ég sagði þetta var Vetur konungur að undirbúa árás á litla Ísland. Nú er ekkert annað í stöðunni en að setja naglana á ef maður ætlar ekki að spóla villt og galið.

þriðjudagur, október 25, 2005

Fagurt vinnuslys?

Ég las í mogganum um daginn að lagið "Heysátan" með Sigur Rós væri ábyggilega fallegasta lag sem hefur verið samið um vinnuslys . Ég hef nú ekki heyrt öll lög um vinnuslys en finnst lagið þó vera einkar fagurt enda hlusta ég á það óspart þessa dagana:

Sigur Rós - Heysátan
Heysátan
höfðum þau hallí ró
en ég sló
ég sló tún
ég hef slegið fjandans nóg
en ég sló
heysátan
þá fer að fjúka út
út í mó.. (ég dró)
heyvagn á massey ferguson
því hann gaf undan
og mér fótur rann... Andskotann
ég varð undan
og nú hvíli hér
með beyglað der
og sáttur halla nú höfði hér

Ratatat

Ég elska þetta lag:

Ratatat-Seventeen Years.

Og get ekki hætt að hlusta á það.

mánudagur, október 24, 2005

Tónlistarhelgin mikla

Þessi helgi er búin að vera svo skemmtileg. Varð bara að deila því með ykkur kæru lesendur. Mér áskotnaðist Airwaves armband á miðvikudaginn svo er búin að vera dugleg að fara á tónleika (hvað annað?). Sá til að mynda flottustu hljómsveit sem ég hef séð spila live. Architecture in Helsinki. En þetta getiði lesið um á rjómanum. Er víst búin að gera pistil þar um tónleikakvöld mitt mikla sem átti á föstudagskvöldið. Það var svo gaman. Laugardeginum hefði ég nú átt að eyða í þynnku en vinnan kallaði. Rölti á milli kaffihúsa allan daginn og sötraði bjór. Leið eins og ég væri túristi í minni heimaborg. Voða gaman (svo ég hamri á því). Og tók svo viðtal við strákana í Jeff Who? fyrir Rjómann. Getið lesið það líka á rjómanum bráðum (maður hefur bara ekkert að blogga um lengur á sinni eigin síðu, hvurslags er þetta eiginlega?). Þeir Jeff Who? meðlimir voru svo skemmtilegir og entist viðtalið í langan tíma. Voða þægileg stemmning e-ð. Svo var svo fyndið að sjá þá spila á Airwaves um kvöldið. Komnir í töffaragallann skiljiði. Og þeir voru svaka góðir. Gott sánd og mjög vel flutt tónlistin þeirra. Baddi kann að syngja strákurinn og þeir Elli og Tobbi rödduðu líkt og kórdrengir. En já nenni eiginlega ekki að tala meira um þessa helgi. Get ekki sagt á alnetinu það sem ég vildi helst segja en svona er þetta bara. Frábær helgi að baki full af tónlist og nú má taka við grámyglulegur hversdagsleikinn því ég hef nóg að lifa á út árið.

miðvikudagur, október 19, 2005

Úff

Er búin að húka inní herberginu mínu í allan dag að byggja upp í mér kjark. Fór nefnilega í klippingu í morgun. Leyfði klippikonunni að ráða og tók hún sig til og litaði á mér hárið kolbikasvart. Úff mér líður eins og einum meðlimi Addams fjölskyldunnar. Já þið megið bara kalla mig Sara Addams héðan í frá. Og ég sem þarf að mæta í skóla og vinnu og hitta vinina í kvöld. Æ en best að hætta þessu væli hér á veraldarvefnum, skella á sér húfu og fara út á meðal fólksins. Fólkið hefur séð það svartara (reyndar ekki en þið skiljið mig (kannski)).

Eitt enn. http://rjominn.is er kominn í gagnið. Nýr og ferskur tónlistarvefur sem er einstaklega fallegur þó ég segi sjálf frá. Já og ég er víst penni á honum.

Sara Addams kveður að sinni.

þriðjudagur, október 18, 2005

Rjóminn

Allir að kíkja á hann á morgun.

mánudagur, október 17, 2005

Það er allt að gerast

rjominn opnar formlega ekki á morgun heldur hinn

miðvikudagur, október 12, 2005

Er þetta framtiðin?


Kannski maður skelli sér bara á Airwaves hátiðina og láti ljós sitt skína

mánudagur, október 10, 2005

Peninga(þr)áhyggjur

Ég er búin að vera svo upptekin af peningum upp á síðkastið (ef síðkastið þýðir "í mörg ár"). Tala ekki um annað en að ég ætli að verða bankastjóri og að mér finnist ósanngjarnt að viðskiptafræðingar hafi hæstu launin í þjóðfélaginu því mér finnist sú menntun ekkert vera upp á það marga fiska (en þetta er sko gamla Sara). Nýja Sara er breytt. Hún ætlar að tala um sjálfa sig í 3ju persónu. Hætta að hugsa um peninga (allavega minnka það). Hún ætlar ekki að gera lítið úr menntun annarra og hún ætlar að einbeita sér að skemmtilegri hlutum eins og hmmm mér (henni) dettur ekkert í hug núna. En svona máli mínu (hennar) til réttlætingar þá er hér brot (stórt) úr textanum við lag þeirra Black Eyed Peas liða,"Gone Going" sem lýsir gömlu Söru í hnotskurn (e. nutshell).

Gone Going
Johnny wanna be a big star
Get on stage and play the guitar
Make a little money, buy a fancy car
Big old house and an alligator
Just to match with them alligator shoes
He's a rich man so he's no longer singing the blues
He's singing songs about material things
And platinum rings and watches that go bling
But, diamonds don't bling in the dark
He a star now, but he ain't singing from the heart
Sooner or later he's just gonna fall apart
Cause his fans can't relate to his new found art
He ain't doing what he did from the start
And that's putting in some feeling and thought
He decided to live his life shallow
Passion is love for material

[Chorus]
And its gone... gone... going...
Gone... everything gone... give a damn...
Gone be the birds when they don't want to sing...

You say that time is money and money is time
So you got mind in your money and your money on your mind
But what about... that crime that you did to get paid
And what about... that bid, you can't take it to your brain
Why you on about those shoes you'll wear today
They'll do no good on the bridges you've walked along the way

All that money that you got gonna be gone
That gear that you rock gonna be gone
The house up on the hill gonna be gone
The gold -- on your grill gonna be gone
The ice on your wrist gonna be gone
That nice little Miss gonna be gone
That whip that you roll gonna be gone
And what's worst is your soul will be gone
Gone people... up awkward with their things... gone.

mánudagur, október 03, 2005

Svífandi um í þyngdarleysi

Siðan ég sá þessa auglýsingu hefur mig langað að eignast þetta lag, minnir að ég hafi reynt að googla það á sínum tíma en í dag rann dagurinn upp. Ég var í sakleysi mínu að keyra í vinnuna á bílnum hans pabba, því minn til gamans má geta er bilaður aftur, e-ð með dínamúrinn eða alternatorinn eða hvað þetta allt heitir. Eitthvað er það allavegana sem varð til þess að bíllinn dó á gömlu miklubraut mér til mikillar geðshræringar (enda viðkvæm stúlka með eindæmum) en svo ég vindi mér að efninu þá var diskur í græjunum sem ég fer að hlusta á (skrifaður) og þar er þetta líka fallega lag sem ég kannast svo við. Er allan daginn í vinnunni að reyna að finna út hvaða lag þetta er, googla brot úr textanum sem virkar oftast nema heyrði ekki nógu vel textann í þetta sinnið, heyrði bara "every man seed flower" sem ég og googlaði en nei, engar niðurstöður (farin að efast um ágæti googles (nei láttu ekki svona (best að tala við sjálfa sig))). Átti ég erfitt með að einbeita mér að vinnu minni í dag sökum þessa. Tengdi lagið við auglýsingu eða e-ð í þá áttina með fólki að svífa í þyngdarleysi en systir mín var ekki að skilja mig þegar ég tjáði henni þetta. En viti menn þegar ég kem heim þá spyr ég einfaldlega bróðir minn(diskurinn hans) hvaða lag þetta væri (tölum ekki mikið saman skiljiði) og hann vissi svarið já og eins og mig "grunaði" þá var þetta lagið í baileys auglýsingunni. Æ þið vitið þegar allt fólkið er svífandi um í þyngdarleysi (mundi það allavega) og baileys droparnir flögra um loftið og einn kall kemur og gleypir dropann. En já til að gera löngu sögu stutta (kannski ekki hægt, er búin að babbla í 1\2 tíma um þetta f-ings lag) þá heitir lagið "Le Fleur" og er með hljómsveitinni 4 hero en þetta er coverlag því hún Minnie Ripperton söng þetta fyrst fyrir langalöngu. Þar hafiði það. Dagur í lífi Söru skrýtnu sem gerir ekkert annað en googla í vinnunni sinni.