mánudagur, október 03, 2005

Svífandi um í þyngdarleysi

Siðan ég sá þessa auglýsingu hefur mig langað að eignast þetta lag, minnir að ég hafi reynt að googla það á sínum tíma en í dag rann dagurinn upp. Ég var í sakleysi mínu að keyra í vinnuna á bílnum hans pabba, því minn til gamans má geta er bilaður aftur, e-ð með dínamúrinn eða alternatorinn eða hvað þetta allt heitir. Eitthvað er það allavegana sem varð til þess að bíllinn dó á gömlu miklubraut mér til mikillar geðshræringar (enda viðkvæm stúlka með eindæmum) en svo ég vindi mér að efninu þá var diskur í græjunum sem ég fer að hlusta á (skrifaður) og þar er þetta líka fallega lag sem ég kannast svo við. Er allan daginn í vinnunni að reyna að finna út hvaða lag þetta er, googla brot úr textanum sem virkar oftast nema heyrði ekki nógu vel textann í þetta sinnið, heyrði bara "every man seed flower" sem ég og googlaði en nei, engar niðurstöður (farin að efast um ágæti googles (nei láttu ekki svona (best að tala við sjálfa sig))). Átti ég erfitt með að einbeita mér að vinnu minni í dag sökum þessa. Tengdi lagið við auglýsingu eða e-ð í þá áttina með fólki að svífa í þyngdarleysi en systir mín var ekki að skilja mig þegar ég tjáði henni þetta. En viti menn þegar ég kem heim þá spyr ég einfaldlega bróðir minn(diskurinn hans) hvaða lag þetta væri (tölum ekki mikið saman skiljiði) og hann vissi svarið já og eins og mig "grunaði" þá var þetta lagið í baileys auglýsingunni. Æ þið vitið þegar allt fólkið er svífandi um í þyngdarleysi (mundi það allavega) og baileys droparnir flögra um loftið og einn kall kemur og gleypir dropann. En já til að gera löngu sögu stutta (kannski ekki hægt, er búin að babbla í 1\2 tíma um þetta f-ings lag) þá heitir lagið "Le Fleur" og er með hljómsveitinni 4 hero en þetta er coverlag því hún Minnie Ripperton söng þetta fyrst fyrir langalöngu. Þar hafiði það. Dagur í lífi Söru skrýtnu sem gerir ekkert annað en googla í vinnunni sinni.