miðvikudagur, október 19, 2005

Úff

Er búin að húka inní herberginu mínu í allan dag að byggja upp í mér kjark. Fór nefnilega í klippingu í morgun. Leyfði klippikonunni að ráða og tók hún sig til og litaði á mér hárið kolbikasvart. Úff mér líður eins og einum meðlimi Addams fjölskyldunnar. Já þið megið bara kalla mig Sara Addams héðan í frá. Og ég sem þarf að mæta í skóla og vinnu og hitta vinina í kvöld. Æ en best að hætta þessu væli hér á veraldarvefnum, skella á sér húfu og fara út á meðal fólksins. Fólkið hefur séð það svartara (reyndar ekki en þið skiljið mig (kannski)).

Eitt enn. http://rjominn.is er kominn í gagnið. Nýr og ferskur tónlistarvefur sem er einstaklega fallegur þó ég segi sjálf frá. Já og ég er víst penni á honum.

Sara Addams kveður að sinni.