Valkvíði
Ef valkvíði er sjúkdómur þá þjáist ég af honum á háu stigi. Þetta er búin að vera svo erfið helgi í lífi mínu. Keypti mér utanáliggjandi harðan disk á föstudaginn í snjókomunni. Kom með hann heim og sá strax eftir því. Langaði kannski í fartölvudisk frekar sem er svo miklu minni og sniðugri EN sem kostar 3 þúsund kalli meira og tekur 3svar sinnum minna pláss. Er svo búin að vera að velta þessu fyrir mér fram og til baka alla f-ings helgina. "Á ég að skipta honum, á ég að eiga hann?" Arghhhh. Vildi að ég gæti hætt að vera Sara í einn dag. Þetta er orðið of erfitt.
<< Home