Tónlistarhelgin mikla
Þessi helgi er búin að vera svo skemmtileg. Varð bara að deila því með ykkur kæru lesendur. Mér áskotnaðist Airwaves armband á miðvikudaginn svo er búin að vera dugleg að fara á tónleika (hvað annað?). Sá til að mynda flottustu hljómsveit sem ég hef séð spila live. Architecture in Helsinki. En þetta getiði lesið um á rjómanum. Er víst búin að gera pistil þar um tónleikakvöld mitt mikla sem átti á föstudagskvöldið. Það var svo gaman. Laugardeginum hefði ég nú átt að eyða í þynnku en vinnan kallaði. Rölti á milli kaffihúsa allan daginn og sötraði bjór. Leið eins og ég væri túristi í minni heimaborg. Voða gaman (svo ég hamri á því). Og tók svo viðtal við strákana í Jeff Who? fyrir Rjómann. Getið lesið það líka á rjómanum bráðum (maður hefur bara ekkert að blogga um lengur á sinni eigin síðu, hvurslags er þetta eiginlega?). Þeir Jeff Who? meðlimir voru svo skemmtilegir og entist viðtalið í langan tíma. Voða þægileg stemmning e-ð. Svo var svo fyndið að sjá þá spila á Airwaves um kvöldið. Komnir í töffaragallann skiljiði. Og þeir voru svaka góðir. Gott sánd og mjög vel flutt tónlistin þeirra. Baddi kann að syngja strákurinn og þeir Elli og Tobbi rödduðu líkt og kórdrengir. En já nenni eiginlega ekki að tala meira um þessa helgi. Get ekki sagt á alnetinu það sem ég vildi helst segja en svona er þetta bara. Frábær helgi að baki full af tónlist og nú má taka við grámyglulegur hversdagsleikinn því ég hef nóg að lifa á út árið.
<< Home