fimmtudagur, september 28, 2006

Facebook

Ég (og hinir allir) er orðin húkkd á feisbúkk. Þetta er sko miklu betra en mæspeis (no offense Tom).

Engar óþolandi hljómsveitir allaf að adda manni allan daginn og bara frábært.

Eini gallinn er sá að maður vinnur minna.

Þarf að bæta það hið snarasta.

www.facebook.com

mánudagur, september 25, 2006

Tender love is blind

Ég get ekki hætt að söngla þetta lag.

Islands in the stream með Dolly Parton og uhhh Kenny Rogers held ég.

Fór í óvissuferð Actavis (edrú) og það var mjög áhugavert. Frábært að sjá hvað sumt fólk verður skrýtið þegar það drekkur mikið.

Þarna var stelpan með tvær fléttur í hárinu og of þröngum kúrekafötum sem vissi ábyggilega ekkert hvað hún var að gera þarna. Labbaði á ská og borðaði matinn sinn með höndunum. Lagði sig svo uppá borði þegar hún var þreytt. Rosalega sjarmerandi.

Svo voru það mjóu dökkhærðu konurnar tvær sem stóðu inni í karókíherberginu sem dáleiddar við míkrafóninn og sungu allt sem varpað var upp á skjáinn. Með slökkt á mæknum samt. Frekar spes.

Ég brunaði svo yfir kambana (á 80 km hraða) á kaffibarinn með Írisi, Magdalenu og nýja vini okkar frá New York honum Ming (ég kýs að kalla hann splæsa.is) á miðnætti. Hann bara splæsti á okkur Írisi allt kvöldið og var voða kammó.

"Oh so you are coming to New York thanksgiving weekend. Great. I'll cook for you and your family".

(Líka soldið spes (ég er óvön svona einum of vinalegu fólki ))

Það er allavega fullt af mjög spes fólki hér í Actavis. Það eitt er víst. (Og nú er ég hætt að segja spes)

Hér er svo skemmtilegt vidjó sem Anna Regína sendi mér í morgun þegar mánudagsmæðan var að angra mig. Hún fór í snatri.

sunnudagur, september 24, 2006

Ég elska nýju JT plötuna!

Tók smá tíma sko samt. Fyrst var hún ekkert eftirminnileg.

En núna heyri ég bara hvern hittarann á fætur öðrum.

Akkúrat núna er uppáhaldslagið mitt "My Love".

Because, I can see us holding hands
Walking on the beach our toes in the sand
I can see us in the country side
Sitting in the grass laying side by side
You can be my baby
Gonna make you my lady
Girl you amaze me
Aint gotta do nothin crazy
See all I want you to do is be my love

mánudagur, september 18, 2006

Mér finnst Meat Loaf miklu flottari en Celine Dion.

It´s all coming back to me á Youtube

Flott lag.

Fangelsi

Upp á síðkastið hef ég verið að horfa á prison break þættina.

Klára fyrstu seríu og svona dót sem ég átti alltaf eftir að gera.

Dreymdi svo í nótt að ég væri í fangelsi (skrýtið?) en var ekkert smá sátt við það.

Þarna þurfti ég ekki að borga leigu. Fékk alveg fínan mat. Hafði nægan tíma til að tjilla í ræktinni. Já þetta var bara ljúft líf.

Svo vaknaði ég.

miðvikudagur, september 13, 2006

Týpiskt samtal við Sunnu:

Sara: "Mig langar að vera með topp"

Sunna: "Mig langar að vera með sítt ljóst hár og kunna að dansa"

(Vildi að ég væri á lokaðri skrifstofu svo enginn heyrði hvað ég væri bjánaleg.)

mánudagur, september 11, 2006

Þetta er snilld.


Sá þetta á síðunni hans Gummajóh og er búin að horfa á í allan dag (eða þú veist vinna inn á milli). Ekkert smá fyndið að sjá allt þetta gamla fólk taka lagið sitt 24 árum síðar og gera bara betur ef eitthvað er.

Annars hef ég ekkert að segja.

Bakaði kanilsnúða í gær og horfði á leiðinlegasta þátt sem ég hef séð á ævi minni (kalt mat). Falcon Beach. Ljótt fólk með strípur á einhverri strönd að væla yfir dópistavandamálum. Það er voða vinsælt að gera strandardrama ríka fólksins þessa dagana. Útaf O.C. svo sem. En hættið þessu nú. Þetta er bara leiðinlegt. Vantar allt fallega fólkið og góðu tónlistina sem O.C býður okkur upp á. Jájá best að hætta þessu bulli.

þriðjudagur, september 05, 2006

Ætli Dísa í Wordclass leyfi mér að stilla brettunum svona upp svo ég geti æft þennan dans?

Nei maður bara spyr sig.

(Ein að missa sig á youtube (í gær var ég dottin í að skoða allskonar vidjó með e-u fólki sem heitir Will og Janelle (who?) og eru í e-m þætti sem heitir Big Brother (what?) (hvað er að mér?))).

sunnudagur, september 03, 2006

JT

Þetta er flott:

JT á VMA

Hlakka til að heyra nýju plötuna hjá kallinum.

Langar samt meira að sjá hann á tónleikum takandi tryllt dansspor hægri vinstri.