mánudagur, september 11, 2006

Þetta er snilld.


Sá þetta á síðunni hans Gummajóh og er búin að horfa á í allan dag (eða þú veist vinna inn á milli). Ekkert smá fyndið að sjá allt þetta gamla fólk taka lagið sitt 24 árum síðar og gera bara betur ef eitthvað er.

Annars hef ég ekkert að segja.

Bakaði kanilsnúða í gær og horfði á leiðinlegasta þátt sem ég hef séð á ævi minni (kalt mat). Falcon Beach. Ljótt fólk með strípur á einhverri strönd að væla yfir dópistavandamálum. Það er voða vinsælt að gera strandardrama ríka fólksins þessa dagana. Útaf O.C. svo sem. En hættið þessu nú. Þetta er bara leiðinlegt. Vantar allt fallega fólkið og góðu tónlistina sem O.C býður okkur upp á. Jájá best að hætta þessu bulli.