sunnudagur, ágúst 27, 2006

Gamlir karlar

Ég er búin að vera með þessa laglínu á heilanum í allan dag:

"Eitt sinn verða allir menn að deyja,
Eftir langan daginn kemur nótt.
Ég harma það en samt ég verð að segja,
að sumarið líður allt of fljótt."

Kannski er það útaf því að Villi frændi var í heimsókn uppá Dyngjó. Þegar tveir gamlir kallar koma svona saman er tilefni til að raula ótrúlega óviðeigandi lag. Er það ekki annars?

Ég reyndi að raula þetta í lágstöfum á meðan þeir heyrðu til. Annars veit ég ekki hví ég er að væla. Þeir heyrðu ábyggilega ekkert hvað ég var að raula. Komnir svona pínu til ára sinna.

Einhvernveginn endaði svo heimsóknin á því að ég reyndi að útskýra fyrir þeim bræðrum muninn á .mov og .avi. Af hverju er ég alltaf að útskýra tölvudót fyrir fólki sem veit ekkert hvað ég er að tala um? Þeir hlustuðu samt af ákefð og þóttust skilja mig. Sá í gegnum það. Bofsuðu ekkert í því sem ég var að bulla.

mánudagur, ágúst 21, 2006

Menningarnótt

Uppáhaldsdagurinn minn á árinu var síðasta laugardag og var ég dugleg að menningarsinnast (ef það er orð).

Ég tók daginn snemma. Hljóp samt ekki ef þið haldið það. Sunna hljóp svo ég horfði á hana staulast í mark. Litla lufsan alveg að deyja þarna í lokin. Skil það mætavel. Hefðum betur sleppt hvítvíninu þarna kvöldið áður.

Essin þrjú röltu svo um miðbæinn í leit að menningu allan liðlangan daginn.

Flottasta sem ég sá var Royal Fortune. Aldrei heyrt um þá en kannaðist við söngvarann. Held ég hafi hitt hann oft á Moose á meðan Danmerkurdvöl minni stóð í hitteðfyrra. Hann allavega söng eins og engill og þeir allir meðlimir bara frekar góðir jájá. Vona að þeir spili á Airwaves líka (sem er by ðe way uppáhaldshátíðin mín á árinu).

Endaði svo daginn á að "kíkja" aðeins á Reykjavík upphrópunarmerki spila hjá Landsbankanum en ég festist þar því allir unglingar landsins voru þar saman komnir svo sá bara nær allt sem Landsbankinn hafði uppá að bjóða. Þarf svo sem ekkert að væla yfir því.

Á næsta ári ætla ég svo að byrja daginn á að hlaupa 10 km. Það er miklu meira kúl. Held ég.

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

If She Wants Me

Það er háð dögunum hvaða lag er uppáhaldslag mitt hverju sinni. Í gær var það "Thinking of You" með Sister Sledge. Enda búin að blasta það í drasl.

Heyrði það líka á Sirkus á föstudagsnóttina/morguninn þegar við stelpurnar enduðum drullugri en elgir eftir veru okkar þar. Er moldargólf á Sirkus? Einhver?Hvað um það.

Við skemmtum okkur alveg ágætlega í drullubaðinu.



(Soldið krípi samt hvað ég brosi breitt).

Já hvar var ég (athyglisbrestur.is), í dag er lagið mitt aftur á móti "If She Wants Me" með Belle And Sebastian. Frábær texti hjá honum Stuart. Hann kann greinilega að skrifa.

Þetta er uppáhaldsparturinn minn:

I’m going deaf, you’re growing melancholy.
Things fall apart, I don’t know why we bother at all.
But life is good and it’s always worth living at least for a while.

If I could do just one near perfect thing I’d be happy.
They’d write it on my grave, or when they scattered my ashes.
On second thoughts, I’d rather hang around and be there with my best friend,
If she wants me.

Mig langar aftur á tónleika með þessum meganördum sem kunna á ll hljóðfæri heimsins og eru stórskemmtileg á sviði.