If She Wants Me
Það er háð dögunum hvaða lag er uppáhaldslag mitt hverju sinni. Í gær var það "Thinking of You" með Sister Sledge. Enda búin að blasta það í drasl.
Heyrði það líka á Sirkus á föstudagsnóttina/morguninn þegar við stelpurnar enduðum drullugri en elgir eftir veru okkar þar. Er moldargólf á Sirkus? Einhver?Hvað um það.
Við skemmtum okkur alveg ágætlega í drullubaðinu.
(Soldið krípi samt hvað ég brosi breitt).
Já hvar var ég (athyglisbrestur.is), í dag er lagið mitt aftur á móti "If She Wants Me" með Belle And Sebastian. Frábær texti hjá honum Stuart. Hann kann greinilega að skrifa.
Þetta er uppáhaldsparturinn
I’m going deaf, you’re growing melancholy.
Things fall apart, I don’t know why we bother at all.
But life is good and it’s always worth living at least for a while.
If I could do just one near perfect thing I’d be happy.
They’d write it on my grave, or when they scattered my ashes.
On second thoughts, I’d rather hang around and be there with my best friend,
If she wants me.
Mig langar aftur á tónleika með þessum meganördum sem kunna á ll hljóðfæri heimsins og eru stórskemmtileg á sviði.
<< Home