Klukk
Var á pókerkvöldi með stelpunum í kvöld (sem ég by the way vann) og tjáði hún Olga mér það að hún hafi klukkað mig. Hver byrjaði á þessum leik segi ég nú bara og hver er tilgangurinn, að hrista upp í bloggmenningunni? Ekki veit ég það, enda fáfróð um ýmsa hluti. En þá er ekki að tvínóna við hlutina heldur telja upp fimm atriði um mig fyrir ykkur að lesa.
- Ég bíð spennt eftir hverjum einasta miðvikudegi til að geta niðurhalað nýjasta þættinum af Mæðgunum (e. Gilmore Girls). Enda er ég háð því að niðurhala.
- Mér finnst Mariah Carey syngja vel og kann t.d. utanbókar lagið hennar “We belong together” og syng hástöfum með því í hvert sinn er það hljómar í bílnum mínum.
- Ég stal bláum kaffibolla af Nings með vinkonu minni (nefni engin nöfn) á þriðjudaginn til að hafa uppí skóla.
- Ég féll tvisvar á bóklega ökuprófinu mínu.
- Ég er mjög viðkvæm sál og þarf lítið til að ég felli tár.
Að lokum klukka ég svo Óttar, Klaufey og Sunnu. Á maður kannski að klukka fleiri. Úff kann ekkert í þessum leik.