mánudagur, nóvember 29, 2004

Karlsvagninn og Kanye West

Karlsvagninn er stoð mitt í tilverunni. Get horft á hann endalaust (eða þangað til ég dey úr kulda). Þetta er það góða við að búa í sveitinni (a.k.a. Lyngby). Stjörnubjart nær alla daga til þess eins að gleðja hjarta Sörunnar sem þráir ekkert heitar en að sjá Karslvagninn sinn á hverju kvöldi

Svo er Kanye West á repeat þessa dagana. Heldur mér á lífi í þessum próflestri. Flottur gaur sem kann sko að klæða sig. Besti diskur sem ég hef keypt mér í langan tíma. Reyndar eru uppáhaldslögin mín með honum ekki á disknum (Heavy Hitters, My Way og Home). Voru ekki tilbúin eða e-ð. En ég downloadaði þeim svo skiptir mig engu máli. Vona að hann fái nokkur Grammy verðlaun á komandi ári. Á það skilið kallinn


fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Vísað af veraldarvefnum með skömm

Það hlaut ad koma ad því. “All goes around comes around” segja þeir vitru og þegar maður er búin ad niðurhala út fyrir öll leyfileg mörk þá hlýtur manni ad vera hent út af netinu á endanum. Þannig að ég get svo sem ekki kvartad. En hvað á ég að gera núna? Vildi að það væri til svona “Download Anonymous” eða DA. Þá mundi ég mæta hiklaust og segja “Hæ ég heiti Sara og get ekki hætt ad downloada”... “Hæ Sara!” (*andvarp*). Nú er ég líka svo hrædd við netgrúppuna á kolleginu mínu (þeir hentu mér út). Tveir meganördar sem þurfa endilega að búa á minni hæð, svo ég labba með veggjum í von um að hitta þá ekki og brauðið mitt má mygla fyrir mér í sameiginlega eldhúsinu. En svo ég líti nú á björtu hliðarnar þá gefst mér bara þeim mun meiri tími til að læra núna fyrst ég get ekki eytt öllum frístundum í að hanga á netinu eins og ég gerði hér forðum. Best að hætta þessu væli og taka til við lærdóminn. Hver veit hvenær næsta blogg kemur á þessum tímum engrar sítengingar.

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Carrie's Poem

His hello was the end of her endings.
Her laugh was their first step down the aisle.
His hand would be hers to hold forever.
His forever was as simple as her smile.

An ocean couldn't prevent it.
A New York minute wouldn't let it pass.
Does the Universe decide for us
Which love will fade and wich will last?

He said she was what was missing.
She said instantly she knew.
She was a question to be answered.
And his answer was, "I do".


(*Andvarp*) Held ég sé búin að horfa allt of mikið á Beðmálin (svo vægt sé til orða tekið). Verð að byrja að læra.

mánudagur, nóvember 08, 2004

Kjöt!

Held ég fari að einbeita mér að öðrum vettvangi hér í Danmörku. Módelbissnessinn kallar. Já, ég er að meina það. Myndir hafa verið teknar af mér og fleirum hér í reisu minni og við erum án efa model material, þó ég segi sjálf frá. Látum myndina tala (og er þetta bara eitt af svo miklu, miklu fleiri dæmum um hve vel ég myndast) Eskimo Models, hér kem ég!



Kjöt! Posted by Hello

mánudagur, nóvember 01, 2004

Gráttu mér fljót

Held ég sé búin með tárakvótann út árið. Nennti að sjálfsögðu ekki að læra svo ákvað að horfa á eina DVD mynd mér til upplyftingar. “The Color Purple” varð fyrir valinu. Komst ég fljótt að því að sú mynd er ekkert svo upplífgandi (vægast sagt, var bara búin að gleyma því en þó er tiltölulega stutt síðan ég las bókina og leit myndina augum). Ég grét og grét eins og mér væri borgað fyrir það. Dramatík á háu stigi í þessari mynd get ég sagt ykkur (en góð er hún enda tilnefnd til ellefu óskarsverðlauna (fékk þó ekki neinn óskar en það er aukaatriði)). Til að toppa dramatíkina ákvað ég að horfa á lokaþætti Sex And The City (þess má til gamans geta að ég er búin að niðurhala (eins og Óttar vill orða það) öllum seríunum með hinu fína forriti DC++ síðustu vikuna). Ekki stoppuðu tárin. Ég grét í öllum atriðunum. Hef opnað fyrir einhverja gátt virðist vera. Smá grátur getur þó ekki gert manni neitt illt. Held ég gráti mig bara í svefn til að komast frá þessum skrýtna degi í lífi mínu. Nei, segi svona. Ætla allavega að koma mér frá tölvunni minni indælu svo ég eyðileggi hana ekki með táraflóði mínu. Aldrei að vita hvenær það byrjar á ný.