Gráttu mér fljót
Held ég sé búin með tárakvótann út árið. Nennti að sjálfsögðu ekki að læra svo ákvað að horfa á eina DVD mynd mér til upplyftingar. “The Color Purple” varð fyrir valinu. Komst ég fljótt að því að sú mynd er ekkert svo upplífgandi (vægast sagt, var bara búin að gleyma því en þó er tiltölulega stutt síðan ég las bókina og leit myndina augum). Ég grét og grét eins og mér væri borgað fyrir það. Dramatík á háu stigi í þessari mynd get ég sagt ykkur (en góð er hún enda tilnefnd til ellefu óskarsverðlauna (fékk þó ekki neinn óskar en það er aukaatriði)). Til að toppa dramatíkina ákvað ég að horfa á lokaþætti Sex And The City (þess má til gamans geta að ég er búin að niðurhala (eins og Óttar vill orða það) öllum seríunum með hinu fína forriti DC++ síðustu vikuna). Ekki stoppuðu tárin. Ég grét í öllum atriðunum. Hef opnað fyrir einhverja gátt virðist vera. Smá grátur getur þó ekki gert manni neitt illt. Held ég gráti mig bara í svefn til að komast frá þessum skrýtna degi í lífi mínu. Nei, segi svona. Ætla allavega að koma mér frá tölvunni minni indælu svo ég eyðileggi hana ekki með táraflóði mínu. Aldrei að vita hvenær það byrjar á ný.
<< Home