fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Vísað af veraldarvefnum með skömm

Það hlaut ad koma ad því. “All goes around comes around” segja þeir vitru og þegar maður er búin ad niðurhala út fyrir öll leyfileg mörk þá hlýtur manni ad vera hent út af netinu á endanum. Þannig að ég get svo sem ekki kvartad. En hvað á ég að gera núna? Vildi að það væri til svona “Download Anonymous” eða DA. Þá mundi ég mæta hiklaust og segja “Hæ ég heiti Sara og get ekki hætt ad downloada”... “Hæ Sara!” (*andvarp*). Nú er ég líka svo hrædd við netgrúppuna á kolleginu mínu (þeir hentu mér út). Tveir meganördar sem þurfa endilega að búa á minni hæð, svo ég labba með veggjum í von um að hitta þá ekki og brauðið mitt má mygla fyrir mér í sameiginlega eldhúsinu. En svo ég líti nú á björtu hliðarnar þá gefst mér bara þeim mun meiri tími til að læra núna fyrst ég get ekki eytt öllum frístundum í að hanga á netinu eins og ég gerði hér forðum. Best að hætta þessu væli og taka til við lærdóminn. Hver veit hvenær næsta blogg kemur á þessum tímum engrar sítengingar.