miðvikudagur, október 04, 2006

Ahmmm

Jahá ég hef eiginlega ekkert merkilegt að segja sko. Var að koma úr gítartíma. Ég og allir unglingarnir saman komnir. Sko á ganginum. Annars eru það bara ég og Chris í stofu tíu. Rosa kósý. Chris er voða fínn gaur. Heldur að ég ætli að meika það í tónlistarbransanum. "We must not let the guitar shadow your voice". (Wot?)

Á morgun verð ég mamma í fimm daga. Einstæð þriggja barna móðir. Hlakka ógsla til! Var að spá í að mæta með Eirík í Afleiðukúrsinn annað kvöld og tala svo voða hátt um það í kaffipásunni hvað það sé nú erfitt að vera einstæð þriggja barna móðir í fullu námi OG einum kúrs í Háskólanum. Djók. Ég ætla bara að fá pössun. Tek hann ekkert með.

Hvað meira? Já, kórinn minn (já ég er lúði, hættaðbögggamig!) er að fara að halda tónleika á sunnudaginn. Mótettukórinn sem sagt. Held alveg að ykkur vinum mínum finnist þetta allt í lagi. Bara vera opin fyrir öllu er það ekki? Ég verð þarna í voða fínum kjól og rauð í framan því lögin eru öll uppi á háa einhverju. Hvað er skemmtilegra en það. Ha?

Allavega ég fæ einhverja boðsmiða sem ég læt ykkur fá. Þið vitið hver þið eruð.

Ming are you coming? I would really like you to come. You are so cultural and you know I really need that tripod!

En nú er best að hætta þessu bulli. Þarf víst að pakka og segja bless við Flyðró í bili.

sunnudagur, október 01, 2006

Hangsari

Sella er nýfarin og ég ætlaði bara að fara að sofa sem er eðlilegt því þarf að syngja í messu í fyrramálið (ehemm lúði.is) en svo þurfti ég bara aðeins að kíkja á feisbúkk. Úff og ég bara hangsa og hangsa á meðan klukkan tifar. Rosa sniðugt hvernig maður upplódar myndum jahá.

Sá norðurljós áðan ha Solla! Það eru sem sagt víst mjög flott norðurljós í "stórborginni". Fjólublá og græn allt í senn.

Open Book með Ed Harcourt er rosa fallegt lag. Er að blasta það í drasl núna. Og já Lost Cause með Beck og ég veit ég hef sagt þetta áður en nýi diskurinn hans JT er snilld! Nú er uppáhaldslagið mitt "Losing my way". Við Sunna fórum á Fusion dæmið í Laugum í dag. Danstími hjá gaurnum sem kenndi JT að dansa og dönsuðum við einmitt mjög svalan dans við fyrrnefnt lag. Snilldartími! Vildi að ég væri dansari bara alltaf eitthvað að dansa í tónlistarmyndböndum.

Jæja best að fara í háttinn. Messan kallar.

Ú já fór á Börn áðan. Besta íslenska mynd sem ég hef séð. Gísli Örn flottur gaur.