sunnudagur, október 01, 2006

Hangsari

Sella er nýfarin og ég ætlaði bara að fara að sofa sem er eðlilegt því þarf að syngja í messu í fyrramálið (ehemm lúði.is) en svo þurfti ég bara aðeins að kíkja á feisbúkk. Úff og ég bara hangsa og hangsa á meðan klukkan tifar. Rosa sniðugt hvernig maður upplódar myndum jahá.

Sá norðurljós áðan ha Solla! Það eru sem sagt víst mjög flott norðurljós í "stórborginni". Fjólublá og græn allt í senn.

Open Book með Ed Harcourt er rosa fallegt lag. Er að blasta það í drasl núna. Og já Lost Cause með Beck og ég veit ég hef sagt þetta áður en nýi diskurinn hans JT er snilld! Nú er uppáhaldslagið mitt "Losing my way". Við Sunna fórum á Fusion dæmið í Laugum í dag. Danstími hjá gaurnum sem kenndi JT að dansa og dönsuðum við einmitt mjög svalan dans við fyrrnefnt lag. Snilldartími! Vildi að ég væri dansari bara alltaf eitthvað að dansa í tónlistarmyndböndum.

Jæja best að fara í háttinn. Messan kallar.

Ú já fór á Börn áðan. Besta íslenska mynd sem ég hef séð. Gísli Örn flottur gaur.