miðvikudagur, október 04, 2006

Ahmmm

Jahá ég hef eiginlega ekkert merkilegt að segja sko. Var að koma úr gítartíma. Ég og allir unglingarnir saman komnir. Sko á ganginum. Annars eru það bara ég og Chris í stofu tíu. Rosa kósý. Chris er voða fínn gaur. Heldur að ég ætli að meika það í tónlistarbransanum. "We must not let the guitar shadow your voice". (Wot?)

Á morgun verð ég mamma í fimm daga. Einstæð þriggja barna móðir. Hlakka ógsla til! Var að spá í að mæta með Eirík í Afleiðukúrsinn annað kvöld og tala svo voða hátt um það í kaffipásunni hvað það sé nú erfitt að vera einstæð þriggja barna móðir í fullu námi OG einum kúrs í Háskólanum. Djók. Ég ætla bara að fá pössun. Tek hann ekkert með.

Hvað meira? Já, kórinn minn (já ég er lúði, hættaðbögggamig!) er að fara að halda tónleika á sunnudaginn. Mótettukórinn sem sagt. Held alveg að ykkur vinum mínum finnist þetta allt í lagi. Bara vera opin fyrir öllu er það ekki? Ég verð þarna í voða fínum kjól og rauð í framan því lögin eru öll uppi á háa einhverju. Hvað er skemmtilegra en það. Ha?

Allavega ég fæ einhverja boðsmiða sem ég læt ykkur fá. Þið vitið hver þið eruð.

Ming are you coming? I would really like you to come. You are so cultural and you know I really need that tripod!

En nú er best að hætta þessu bulli. Þarf víst að pakka og segja bless við Flyðró í bili.