mánudagur, júlí 24, 2006

Fræga fólkið

Var í bænum með happy crew og Árna á föstudaginn og fer Maggi að spjalla við stúlku sem ku vera af Skaganum (lesist sveitinni).

Ég vind mér að henni og segist kannast við hana.

Stúlka úr sveit réttir fram hönd: "Kolbrún Ýr - sundkona"
Ég: "Já já heppin þú"

(fatta svo að þetta er vinkona Sunnu sem ég hitti einmitt fyrir stuttu með Sunnu á djamminu (sundkonan greinilega blekuð þá).

Ég: "Nei, það er ekki það, ertu ekki vinkona Sunnu?"

Þá bara breytir hún um ham og verður eðlileg.

Wot?

Hver kynnir sig svona í fyrsta lagi? Á maður að taka þetta upp?

"Sara - uhhh veit ekki hvað ég á að segja hér, enda ekki fræg"

(Reyndar kynnti ég mig einu sinni sem "Gígja", var svo stressuð þegar einhver sætur Dani kom að tala við mig í tíma úti í Djéká. Gígja kynnti sig sem Gígja (skrýtið) og ég gerði bara slíkt hið sama. Panikkaði um stund)

En kommon fólk. Hættið þessu rugli. Ég er komin með nóg af þessu.

laugardagur, júlí 22, 2006

The Kooks

Hvernig er hægt að vera svona einmana með allt þetta fólk í kringum sig?

Hættu þessu væli Sara.

Annars er uppáhaldslagið mitt í dag "She moves in her own way" með The Kooks og kannski líka "The One" með Trabant.

Elska þessi lög.

Og ef þið ýtið á linkinn þá eignist þið a.m.k. annað þeirra líka. Heppin.

The Kooks - She Moves In Her Own Way

sunnudagur, júlí 16, 2006

Letibloggari

Ég sakna þess svo að vera í skóla að þetta blogg verður í svona punktaformi:

  • Sólin er komin. Það er fínt
  • Akkru var ég að drekka þetta freyðivín í gær?
  • Ég ætla að hætta að hanga í tölvunni og lesa ógsla mikið af bókum það sem eftir er sumars
  • Keypti tvær áðan.
  • Sara alltaf að spara eða þannig.
  • Mig langar til Djéká.
  • Var að kaupa ógsla stórt rúm.
  • Nú er bara að stofna fjölskyldu.
  • Ég leita baki brotnu að góðu sushi-i hér á landi en finn ekki það fullkomna. Hvað er það?
  • Ég rugla apríl og júlí saman hægri vinstri.
  • Ég á 106 vini á mæspeis.
  • Ef ég fæ miða þá mæti ég galvösk á Sufjan og Morrissey.
  • Uhhhh já hann Magni er nú alveg ágætur að komast í svona þátt. Sökkar samt í á móti sól.
  • Framvegis ferðast ég bara með Hawaian Airlines.
Leiter