Letibloggari
      Ég sakna þess svo að vera í skóla að þetta blogg verður í svona punktaformi:
 
 
    - Sólin er komin. Það er fínt
 - Akkru var ég að drekka þetta freyðivín í gær?
 - Ég ætla að hætta að hanga í tölvunni og lesa ógsla mikið af bókum það sem eftir er sumars
 - Keypti tvær áðan.
 - Sara alltaf að spara eða þannig.
 - Mig langar til Djéká.
 - Var að kaupa ógsla stórt rúm.
 - Nú er bara að stofna fjölskyldu.
 - Ég leita baki brotnu að góðu sushi-i hér á landi en finn ekki það fullkomna. Hvað er það?
 - Ég rugla apríl og júlí saman hægri vinstri.
 - Ég á 106 vini á mæspeis.
 - Ef ég fæ miða þá mæti ég galvösk á Sufjan og Morrissey.
 - Uhhhh já hann Magni er nú alveg ágætur að komast í svona þátt. Sökkar samt í á móti sól.
 - Framvegis ferðast ég bara með Hawaian Airlines.
 


<< Home