mánudagur, júlí 24, 2006

Fræga fólkið

Var í bænum með happy crew og Árna á föstudaginn og fer Maggi að spjalla við stúlku sem ku vera af Skaganum (lesist sveitinni).

Ég vind mér að henni og segist kannast við hana.

Stúlka úr sveit réttir fram hönd: "Kolbrún Ýr - sundkona"
Ég: "Já já heppin þú"

(fatta svo að þetta er vinkona Sunnu sem ég hitti einmitt fyrir stuttu með Sunnu á djamminu (sundkonan greinilega blekuð þá).

Ég: "Nei, það er ekki það, ertu ekki vinkona Sunnu?"

Þá bara breytir hún um ham og verður eðlileg.

Wot?

Hver kynnir sig svona í fyrsta lagi? Á maður að taka þetta upp?

"Sara - uhhh veit ekki hvað ég á að segja hér, enda ekki fræg"

(Reyndar kynnti ég mig einu sinni sem "Gígja", var svo stressuð þegar einhver sætur Dani kom að tala við mig í tíma úti í Djéká. Gígja kynnti sig sem Gígja (skrýtið) og ég gerði bara slíkt hið sama. Panikkaði um stund)

En kommon fólk. Hættið þessu rugli. Ég er komin með nóg af þessu.