miðvikudagur, mars 15, 2006

Velgengni

Undanfarna daga hef ég iðað í skinninu af spenningi því mig langaði svo að sjá nýju auglýsinguna frá hinu frábæra fyrirtæki Glitni (er það ekki bílaþvottastöð annars). Sella benti nefnilega á strætóskýli um daginn og sagði "Ohhhh það er svo sætur strákur sem leikur í þessari auglýsingu" og ég svara um hæl, "Já segðu!" En þetta svar mitt var ekki á rökum reist því ég hafði ekkert séð þessa auglýsingu. Aldrei heima skiljiði. Eina sem maður sér af þessum sæta strák á auglýsingaskiltum er svo hugsandi ennið og af því að dæma gæti hann alveg verið sætur jújú en auglýsinguna þráði ég þó að sjá í heild sinni.

Með þetta að leiðarljósi sest ég fyrir framan sjónvarpið núna rétt áðan reyndar með lappann í fanginu og heyri útundan mér "Velgengni er blablabla". Ég er mjööööög lengi að líta upp og tjékka hvaða langa auglýsing er í sjónvarpinu og hvað var þetta annað en Glitnis auglýsingin. Nema ég lít upp akkúrat um það leyti sem hún er að klárast og sé ekket nema ennið á þessum myndarlega strák (samkvæmt Sellu). Ég verð bara að láta þar við sitja.

Annars fór ég í bíó í gær á Capote. Mæli með henni. Mjög góð mynd þó Capote hafi verið með pirrandi rödd og sjálfhverfur mjög.