Glötuð vika
Iiiiii bara grín, þetta er bara nýja uppáhaldsorðið mitt. Nota það óspart þessa dagana (mér reyndar til mikillar skelfingar, er allt svona glatað í kringum mig? (hélt nú ekki)). Allavega er hin besta vika að baki. Sólin skein svo hangið var á Austurvelli og bjór drukkin. Tónleikar voru stundaðir (Snoopy, Emiliana Torrini og Leaves). Alltaf gaman á tónleikum. Snoopy náði upp þvílíkri stemmningu þrátt fyrir glatað (þetta orð er að ofsækja mig) hljóðkerfi og ömurlegar upphitunarhljómsveitir (Hjálmar eru venjulega svo skemmtilegir en e-ð vantaði þetta kvöldið hjá þeim). Emiliana Torrini var sæt og skemmtileg á sínum tónleikum og reytti af sér vandræðalega fyndnar sögurnar (sagan um ameríska ísskápinn vakti mesta lukku hjá mér híhí) og útgáfutónleikar Leaves voru frábærir, nýi diskurinn lofar góðu en þarf þó að hlusta betur á lögin til að dæma betur um það. Restinni af helginni var svo varið í sveitinni, nánar tiltekið Grundarfirði og Stykkishólmi. Þar var djúsað og djammað líkt og vindurinn enda er ég þreyttari en elgur núna svo best maður fari og sofni yfir Lost (í. Lífsháska).