sunnudagur, júní 18, 2006

Talandi te

Ég er í rosalega skemmtilegri vinnu. Til dæmis þegar ég fæ mér te í kaffistofunni, fylgir alltaf svona boðskapur með í kaupbæti (ég er reyndar ekki að kaupa teið mitt svo þetta er alveg rosalegur plús við gefins te). Teið mitt sagði við mig síðast:

"The great and glorious masterpiece of man is how to live with a purpose".

Ég er ekki að hata svona spakmæli neinei. Framvegis verður hápunktur dagsins alltaf þegar ég fæ mér te (ef ég fæ mér te). Spennandi að sjá hvaða spakmæli ég fæ með í hvert sinn. Ohhh ég get ekki beðið.

Best að gefa eitt lag svona í engu tilefni. Frekar sorglegt lag en ótrúlega vel raddað á köflum. Ég elska fallegar raddanir ef þið vissuð það ekki.

Joshua Radin: Winter