Svo bregðast krosstré sem önnur tré
Svona hljóðaði reyndar ekki málshátturinn í páskaegginu mínu þetta sinnið en hann á betur við en sá sem mér öðlaðist. Læriplanið mitt er gjörsamlega búið að bregðast í þessu fríi mínu hér á Íslandi því er búin að djamma og vera í þynnku mestmegnis svo lítill tími til að einbeita sér. Byrjaði þó af krafti í dag svo aldrei að vita nema nái að klára planið fyrir sunnudaginn því þá er það Danmörk á ný, hvar skólinn tekur allan minn tíma og ferðir í búðina. Já, það er erfitt að vera ég, andvarp. En nóg um það. Páskafríið er ágætt til bíóferða og sjónvarpsgláps og hef ég stundað hvoru tveggja af miklu kappi. Sá til að mynda "Million Dollar Baby" í gær. Bjóst ekki við miklu því fannst "Mystic River" með eindæmum leiðinleg mynd (kannski af því að ég fattaði eftir 10 mín hver drap dóttur Sean Penn (þ.e. gaursins sem hann lék (og lék frekar vel verð ég að segja))) en það er bara mín skoðun. En Hr. Eastwood er snillingur mikill og skín það í gegn í M$B. Áhrifamikil og góð mynd uppfull af hnyttnum samtölum (ég elska hnyttin samtöl) og gæti ég skemmt hana fyrir öllum sem hafa ekki séð hana með einni setningu en ég er eigi illskan uppmáluð svo enda þessa færslu núna.
<< Home