Mánudagur til mæðu
Dagurinn í dag er víst leiðinlegasti dagur ársins samkvæmt hinu virta tímariti The Guardian. Þetta er víst vísindalega staðfest og ekki þýðir að þræta við vísindin. Hingað til er hann nú ekki búin að vera leiðinlegri en venjulega en það getur allt gerst. Best að bíða bara spennt og sjá hvað setur.
Enn ein helgin á enda runnin og fer nú senn að líða að brottför minni aftur út. Kominn tími til að kíkja í skólabækur og gera skiladæmi. Liggur við að maður sakni þess...eða ekki. Þessi helgi var með eindæmum skemmtileg enda var henni varið með hressa fólkinu í Röskvu (ásamt fleirum). Listakynning og dans á kaffibarnum á föstudagskvöldinu, hvar góð tónlist var í hávegum höfð aldrei þessu vant, og svæsin sumarbústaðarferð á laugardeginum sem verður ekki farið nánar útí hér en eitt get ég þó sagt með vissu að skemmtanagildi hennar var mikið. Flottur þessi nýi listi en þó ekki alveg eins fallegur og listinn í fyrra (enda var undirrituð hluti af honum og er hún með eindæmum fögur stúlka (hlutlaust mat)). Segi svona. Læt þetta nægja að sinni.
Enn ein helgin á enda runnin og fer nú senn að líða að brottför minni aftur út. Kominn tími til að kíkja í skólabækur og gera skiladæmi. Liggur við að maður sakni þess...eða ekki. Þessi helgi var með eindæmum skemmtileg enda var henni varið með hressa fólkinu í Röskvu (ásamt fleirum). Listakynning og dans á kaffibarnum á föstudagskvöldinu, hvar góð tónlist var í hávegum höfð aldrei þessu vant, og svæsin sumarbústaðarferð á laugardeginum sem verður ekki farið nánar útí hér en eitt get ég þó sagt með vissu að skemmtanagildi hennar var mikið. Flottur þessi nýi listi en þó ekki alveg eins fallegur og listinn í fyrra (enda var undirrituð hluti af honum og er hún með eindæmum fögur stúlka (hlutlaust mat)). Segi svona. Læt þetta nægja að sinni.
<< Home