Ljóskan ég
Á mínum yngi árum fékk ég þann vafasama titil "Ljóska bekkjarins" (og með yngri árum meina ég er ég lagði stund á nám við Menntaskólann í Reykjavík). Ég viðurkenni alveg fúslega að ég átti þann titil e.t.v. skilið á sínum tíma því átti það til að segja ýmislegt undarlegt í viðurvist almennings. Eða "hugsa upphátt" eins og ég kýs að kalla það. Hélt ég væri vaxin uppúr þessu (fyrir utan einstaka feilspor hvar Esjan og fleira koma við sögu) en sú er víst ekki raunin. Fyrir viku síðan er ég var að bera Idol augum með Sollu, missti ég út út mér eitthvað það ljóskulegasta sem ég hef sagt á ferli mínum (sem ljóska þá?), að mínu mati. Þannig er mál með vexti að Jói Idolkynnir segir: "Nú er komið auglýsingahlé en eftir það fáum við að sjá þrjá síðustu keppendurna, svo ekki blikka auga!", og ég segi þá um hæl (með augun galopin vel að merkja) "Ohhh bara ef ég gæti það", (Solla lítur á mig undrunaraugum hvar ég reyni að halda augunum galopnum), en svo koma tár í augun mín af áreynslu og ég segi (með vonbrigðisblæ á röddu): "Nei! Það er ekki hægt". Við þetta springur Solla úr hlátri og ég ranka við mér og tek undir hláturinn jafnhissa og hún á þessum meiriháttar undarlegu viðbrögðum við orðum hans Jóa hjá mér. Ætli þetta hafi ekki bara verið "momentary weakness" svo ég sletti aðeins. Vona það.
<< Home